Langar meira í titrarann en manninn

Maðurinn skilur ekki af hverju konan tekur titrarann fram yfir …
Maðurinn skilur ekki af hverju konan tekur titrarann fram yfir hann. mbl.is/Thinkstockphotos

„Eiginkona mín notar titrarann reglulega þegar ég er ekki heima. Þegar ég er heima virðist ekki vera neitt eftir fyrir mig. Við höfum notað titrarann saman og við gerum það. Kynlífið er frábært en mig langar að stunda meira kynlíf en hana langar, ég skil bara ekki af hverju hana langar ekki jafn mikið í mig og titrarann. Auðvitað hefur hún sínar þarfir, en líka ég. Við erum bæði komin yfir fimmtugt, þénum vel, samskiptin í sambandinu eru góð (nema þegar kemur að kynlífi) og við elskum hvort annað. Þegar ég reyni að tala um þetta fer hún í vörn, segist ekki nota hann eða þurfa á honum að halda. Einhverjar ráðleggingar?“ Skrifaði maður sem leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa á vef The Guardian

Ráðgjafinn benti á að það gæti verið gagnlegt að ræða tæknilegar hliðar á unaði kvenna og segir að mörgum karlmönnum líði eins og titrari ógni þeim og komi í stað limsins sem er oft ekki rétt. Ráðgjafinn telur ekki ólíklegt að kona mannsins noti titrarann til þess að örva snípinn. 

„Margar konur fá ekki fullnægingu bara með samförum einum og sér, snípurinn fær ekki nógu mikla örvun. Ef maki þeirra bætir ekki upp fyrir það með höndum eða munnlega og þær eru feimnar með að útskýra þarfir sínar eða örva hann sjálfar í samförum eiga þær eftir að stunda sjálfsfróun sjálfar. En svo aftur, hvernig veistu að þig langar að stunda meira kynlíf en hana langar til? Hún vill kannski bara fá það besta úr báðum heimum.“

Konan vill líka nota titrara en maðurinn skilur ekki af …
Konan vill líka nota titrara en maðurinn skilur ekki af hverju. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál