Hversu oft á að stunda kynlíf?

Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. Hins vegar sýna rannsóknir …
Kynlíf styrkir samband og eykur nánd. Hins vegar sýna rannsóknir að ekki þarf að fara í neinar öfgar með fjölda skipta í viku. Unsplash.com

Margir velta því fyrir sér hver hin rétta tala sé þegar kemur að kynlífi. Hér gefur sambandsráðgjafi The Times lesanda sínum góð ráð hvað það varðar.

„Þetta kann að hljóma órómantískt en ég og maðurinn minn erum búin að vera að reyna að finna út hver rétta talan sé þegar kemur að kynlífi. Við erum mjög upptekin en viljum gefa okkur tíma fyrir kynlíf því við trúum að það sé hollt fyrir okkur sem par og einstaklinga. Er einu sinni í viku gott markmið?“ spyr kona sambandsráðgjafa The Times.

„Fólk er sjaldnast hreinskilið þegar það kemur að kynlífi og hversu oft það stundar kynlíf og úr verður að allir halda að allir séu að stunda kynlíf villt og galið,“ svarar sambandsráðgjafinn.

Flestir stunda kynlíf einu sinni í viku

„Niðurstöður nýlegra kannanna sýna að fólk hefur minni tíma fyrir kynlíf en áður. Minna en helmingur kvenna og karla á aldrinum 16 til 44 ára eru að stunda kynlíf einu sinni í viku. Algengast var að konur á aldrinum 35 til 44 ára voru að stunda kynlíf einu sinni til tvisvar í mánuði. Hjá körlum á sama aldursbili var miðgildið 3 sinnum í viku. Aðeins 13 % kvenna og 14% karla stunduðu kynlíf oftar en tíu sinnum á mánuði.“

Ekkert betra að gera það oftar

„Þetta sýnir að þú og maðurinn þinn standið ykkur ágætlega. Einu sinni í viku er ásættanleg tala og rannsóknir hafa sýnt það. Árið 2015 sýndi rannsókn Háskólans í Toronto fram á það að þau hjón sem stunduðu kynlíf einu sinni í mánuði eða sjaldnar voru óhamingjusamari en þeir sem stunduðu kynlíf einu sinni í viku. Hins vegar reyndist fólk ekki verða hamingjusamara ef þau stunduðu kynlíf oftar en einu sinni í viku.“

Gæði umfram magn

„Í raun má segja að gæði umfram magn skipti máli. Þetta snýst ekki bara um verknaðinn heldur að skapa nánd og tilfinningaleg tengsl við makann. Kynlíf er góð leið til þess og á við um fólk á öllum aldri. Eftir því sem við eldumst, verðum feitari og hárið þynnist, þá er mikilvægt að finna fyrir þessum góðu tengslum innan sambandsins,“ segir ráðgjafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál