Stunduðu kynlíf oft á dag

Hjónakornin, Will Smith og Jada Pinkett Smith.
Hjónakornin, Will Smith og Jada Pinkett Smith. AFP

Hollywoodleikarinn Will Smith hefur verið mjög djarfmæltur upp á síðkastið um hjónaband sitt og kynlífsathafnir með eiginkonu sinni, Jödu Pinkett Smith.

Opnaði hann sig upp á gátt við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey nú á dögunum þar sem hann fór vítt og breitt yfir sögu þeirra hjóna. Will Smith var kominn til Opruh til þess að ræða sjálfsævisögu sína sem mun líta dagsins ljós í þessari viku. Page Six greinir frá.

Leikarinn ræddi það hvernig samband hans og Jödu hófst en hann sagði að kynlífsathafnir þeirra hefðu verið ansi villtar og átt sér stað oft á dag í nokkra mánuði. 

„Það voru bara tveir möguleikar í boði; annaðhvort að fullnægja þessari konu eða bara deyja við að reyna það,“ sagði hann í viðtalinu við Opruh. 

Það er ekki algengt að hjónabönd stórstjarna endist jafn lengi og hjónaband þeirra hefur gert en þau hafa verið gift síðan 1997. Will Smith greindi frá því opinberlega fyrir rúmum tveimur mánuðum að þau hjónin hefðu eitt sinn ákveðið að prófa að vera í opnu hjónabandi. Sagðist hann þó ekki endilega mæla með slíkum hjónaböndum.

mbl.is