Langar að stunda kynlíf með Ítala

Er ítalskir elshugar betri?
Er ítalskir elshugar betri? Ljósmynd/Unsplash/Dainis Graveris

„Ég er kannski hamingjusamlega gift en ég hef alltaf séð eftir að uppfylla ekki blautan draum minn um að sofa hjá ítölskum manni. Núna er ég að hugsa um að fara í partí fyrir fólk sem stundar kynsvall þar sem það er víst fullt af „stórum evrópskum mönnum“. Draumur minn varð til þegar var á þrítugsaldri. Ég var með guðdómlegan yfirmann í fyrsta starfinu mínu. Hann var vel vaxinn, greinilega alltaf í ræktinni og með fullkomna húð. Hann var líka fyndinn, alltaf tilbúinn með brandara. Allir í skrifstofunni elskuðu hann og það var oft talað um hvernig hann væri í rúminu. Við gerðum öll ráð fyrir því að hann passaði inn í þá staðalímynd að Ítalir væru fullkomnir elskhugar,“ skrifaði gift kona með blautan draum og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Ég ímyndaði mér oft hvernig það væri að sofa hjá honum þegar ég stundaði sjálfsfróun og dreymdi um að einn daginn gæti ég verið náin Ítala. Svo hitti ég manninn minn, sem er frá Derby. Hann var mikill fengur. Hann var myndarlegur, metnaðarfullur og átti í góðu sambandi við móður sína og systur. Ég hefði verið asni að labba í burtu til þess að upplifa litla drauminn minn. Svo hér erum við stödd, gift í sex góð ár. Hann er 35 ára og ég 38 ára. 

Konan er velta því fyrir sér hvort hún eigi að …
Konan er velta því fyrir sér hvort hún eigi að fara í klúbb fyrir fólk sem stundar kynsvall. Ljósmynd/Unsplash.com

Kynlífið okkar virkar. Eiginmaður snýr heiminum ekki á hvolf í svefnherberginu er gerir sitt gagn. Ég velti fyrir mér hverju ég hef misst af og hef verið hreinskilin við vinkonu mína. Hún er einhleyp og hefur alltaf verið mjög opin fyrir nýjungum í kynlífi,“ skrifaði gifta konan og sagði hina tilraunaglöðu vinkonu sína hafa farið í klúbb fyrir svingera og hugsað til hennar. Að sögn vinkonunnar var fullt af evrópskum mönnum þar. „En ég vil ekki særa eiginmann minn. Hvað gerist ef ég hata það og ég er búin að eyðileggja fantasíuna?“

Ráðgjafinn bendir á að það frábæra við blauta drauma sé að þeir eru bara í höfðinu á fólki. „Þú getur alltaf gleymt þér í þeim þegar þú vilt. Það hlýtur að vera betra en að stefna hjónabandinu í hættu. Frábært kynlíf kemur oft með tengingu svo það er ólíklegt að kynlíf með ókunnugum manni verði besta kynlíf lífs þíns. Ef kynlífið með eiginmanni þínum er ekki eins gott og það ætti að vera segðu honum það þá. Hvernig á það annars að skána?“ skrifar ráðgjafinn.

mbl.is