Nýi kærastinn æði en kynlífið ekki gott

Kynlífið með nýja kærastanum er ekki nógu gott.
Kynlífið með nýja kærastanum er ekki nógu gott. Ljósmynd/Unsplash/We-Vibe Toys

Kona sem nýlega stofnaði til ástarsambands við karlmann er í skýjunum með nýja sambandið. Þegar að kemur að kynlífi eru þau hins vegar ekki á sömu blaðsíðu. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian

„Við kærastinn minn hittumst fyrst í persónu fyrir um mánuði síðan, þó við höfðum talað saman á netinu í marga mánuði. Við erum sammála um flesta hluti, en kynlífið er flókið. Hann er búinn að segja mér að honum finnist hann ekki kynferðislega fullnægður og mig langar ekki til að stunda kynlíf þegar ég er ekki gröð. Gætir þú hjálpað mér með að skilja hvað við getum gert í þessum aðstæðum, því okkur langar báðum að halda sambandinu áfram,“ skrifaði konan. 

„Ef þig langar ekki til að stunda kynlíf, ekki gera það. Það tekur tíma að kynnast manneskju á kynferðislegan hátt, og að treysta henni nógu vel til að deila með henni hvað þú þarft í kynlífi. Og það er einfaldlega ekki nóg að segja að „þér finnist þú ekki kynferðislega fullnægður“ án þess að útskýr af hverju og hvað þú værir til í að maki þinn gerði. Þú skalt biðja hann um að útskýra fyrir þér. Sömuleiðis, þá hjálpar það ekki að stunda kynlíf þegar þú ert ekki gröð. Það gæti verið að þið búist við of miklu af hvort öðru á þessum tímapunkti. Takið ykkur tíma í að eiga samskipti, segja hvort öðru hvað ykkur finnst gott og gerið bara það sem ykkur finnst gott. Einbeitið ykkur að því að njóta í stað þess að ná einhverjum endapunkti. Kynlíf á að vera skemmtilegt,“ skrifar Pamela Stephenson Connolly.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál