Gift í 21 ár þrátt fyrir 25 ára aldursmun

Michael Douglas og Cat­her­ine Zeta-Jo­nes eru enn gift eftir margra …
Michael Douglas og Cat­her­ine Zeta-Jo­nes eru enn gift eftir margra ára hjónaband. AFP

Hollywoodhjón­in Michael Douglas og Cat­her­ine Zeta-Jo­nes fögnuðu brúðkaupsafmæli 18. nóvember. Douglas óskaði konunni sinni til hamingju með daginn á Instagram en hjónaband þeirra hefur ekki alltaf verið dans á rósum. 

„Til hamingju með brúðkaupsafmælið elsku Catherine! Ég elska þig svo mikið,“ skrifaði hinn 77 ára gamli Douglas og birti gamlar myndir af sér og eiginkonu sinni sem er 25 árum yngri en eiginmaður hennar. 

Leikarinn Danny DeVito kynnti hjónin sem trúlofuðu sig á gamlársdag árið 1999. Þau giftu sig síðan þann 18. nóvember árið eftir. Veislan fór fram á Plaza-hótelinu í New York og var talað um brúðkaupið sem hjónaband ársins hjá BBC. 

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas árið 2019.
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas árið 2019. AFP

Það hef­ur þó ekki allt gengið eins og í sögu hjá hjón­un­um og eft­ir erfitt tíma­bil slitu þau sam­vist­ir árið 2013. Ári seinna voru þau aft­ur flutt inn sam­an og sögðu þau þá að hjóna­bandið hefði aldrei verið betra.  

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gamlar og góðar myndir af þeim hjónum. 

Leikarinn Michael Douglas og leikkonan Catherine Zeta-Jones árið 2014.
Leikarinn Michael Douglas og leikkonan Catherine Zeta-Jones árið 2014. AFP
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones á Golden Globe árið 2011.
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones á Golden Globe árið 2011. REUTERS
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas ástfangin árið 2003.
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas ástfangin árið 2003. REUTERS
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas árið 1999.
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas árið 1999. REUTERS
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones árið 2002.
Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones árið 2002. REUTERS
mbl.is