Svona áttu að stunda kynlíf uppi á borði

Það getur myndast mikil nánd í samböndum þegar fólk á …
Það getur myndast mikil nánd í samböndum þegar fólk á börn saman, þó það hafi áhrif á fjölda skipta sem stundað er kynlíf yfir vikuna. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Er þér farið að leiðast að stunda kynlíf inni í svefnherbergi? Af hverju ekki að breyta til og stunda kynlíf í eldhúsinu og uppi á borði. Það er ekki alveg jafn einfalt að stunda kynlíf á borði og í fyrstu mætti halda. Men's Health fór yfir það sem þarf að hafa í huga. 

Hæðin á borðinu

Áhersla er lögð á að hæðin á borðinu passi við hæð fólksins sem stundar kynlífið. Til dæmis þegar fólk er að prófa sig áfram með breytta útgáfu af hundastellingunni þar sem annar aðilinn er með efri part líkamans uppi á borði. Ef borðið er of hátt lendir fólk í vanda. Það þarf að standa á tánum til þess að stunda kynlíf. „Þegar velja á borð eru þau sem ná upp að mitti eins og eldhúsborð best,“ sagði sérfræðingur en bendir á minni borð ef fólk er minna. 

Er borðið traust?

Af öryggisástæðum er mikilvægt að borðið sé traust. „Þú vilt ekki vera í miðjum klíðum og þá brotnar borðið undan þér,“ bendir skarpur sérfræðingur á. Borðfætur ættu til að mynda að vera traustir. Eldhúseyjur eru oftast mjög traustar. 

Efnisval

Það er ekki mælt með því að stunda kynlíf á glerborði en þau geta verið sleip. Mælt er með því að borðin séu hrein þegar ákveðið er að fækka fötum á þeim. Einnig getur verið sterkur leikur að koma fyrir teppi á borðinu. 

Leiktu þér

Fyrir suma er hugmyndin um að stunda kynlíf uppi á borði alveg nógu frumstæð, aðrir eru hvattir til þess að krydda kynlífið enn þá meira. Það er meðal annars hægt að dekka borð fyrir tvo og láta sem kynlífið sé aðalrétturinn. Einnig er stungið upp á því að binda bólfélagann en með samþykki að sjálfsögðu. 

Þrífðu borðið

Það er mikilvægt að þrífa borðið eftir notkun og sótthreinsa. Það þarf ekki að gerast eins og skot en hins vegar áður en borðað er af borðinu eða það notað í matseld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál