Kærastan gefur kynlíf í jólagjöf

Jólin geta verið tími til að verja í bólinu.
Jólin geta verið tími til að verja í bólinu. Unsplash.com

Annie Rees-Smith og Josh Waters hafa ólíkar væntingar í garð kynlífs. Hún vill að kynlífið sé snarpt og taki fljótt enda á meðan hann vill taka sér sinn tíma í rúminu. Hún hefur því tekið upp á því að gefa honum kynlíf í jólagjöf - kynlíf sem má taka mjög langan tíma.

„Við fáum ekki mjög mörg tækifæri til þess að stunda kynlíf þar sem við eigum barn á leikskólaaldri. Við erum dregin á fætur klukkan fimm um morguninn en á jólunum er oftast einhver fjölskyldumeðlimur að gista hjá okkur þannig að við getum látið þau passa á meðan við læðumst aftur í rúmið og „leggjum okkur“. Þetta er eini dagurinn sem Annie kvartar ekki undan því hversu langan tíma þetta tekur. Tími án allrar streitu.“

„Annie vinnur sex daga vikunnar og ég er á tólf tíma vöktum. Það er því alltaf mikið álag á okkur og gott að geta tekið þennan dag og notið þess að vera bæði í fríi og með barnapössun,“ segir Waters í viðtali við The Sun.

„Jólin eru eini tíminn sem ég get leyft okkur að njóta samverunnar uppi í rúmi. Josh elskar að vera lengi á meðan ég vil bara snöggan drátt. Allt árið um kring er ég að reka á eftir honum að klára. Þetta er jólagjöf mín til hans í formi athygli og tíma, þökk sé ættingjunum sem eru reiðubúin að hjálpa til á heimilinu á meðan,“ segir kærastan.

mbl.is