Féll í yfirlið við altarið

Brúðhjónin áttu ógleymanlegan brúðkaupsdag.
Brúðhjónin áttu ógleymanlegan brúðkaupsdag. Skjáskot/TikTok

Óheppin brúður varð fyrir því óláni að falla í yfirlið við altarið þegar hún gekk að eiga eiginmann sinn á dögunum. Á meðan presturinn vígði brúðhjónin inn í hjónaband veiktist brúðurin skyndilega. Samkvæmt fréttamiðlinum Daily Mail hafði hún lítið sem ekkert borðað og drukkið fyrir athöfnina. Myndbandi af atvikinu deildi brúðurin á samfélagsmiðilinn TikTok og hefur það notið mikilla vinsælda. 

Brúðkaupsdagurinn er oftar en ekki einn stærsti dagurinn í lífi fólks. Verðandi brúðhjón leggja mikið á sig við að hafa allt fullkomið og huga að hverju smáatriðinu á fætur öðru fyrir stóra daginn. En lífið sjálft er ekki jafn slétt og fellt, allt getur gerst hvenær sem er. Brúðkaupið sjálft fór fram utan dyra í Flórída en þennan dag var bæði heitt og loftið fremur rakt. Ekki bætti það úr skák.

Eiginmaðurinn hélt að hún væri að grínast

„Ég reyndi að segja manninum mínum að mér liði ekki vel en hann hélt bara að ég væri að djóka,“ skrifaði brúðurin við myndbandið. „Svo kúkaði nokkurra mánaða gamall frændi minn á brúðarkjólinn þegar ég var nýbúin að æla,“ bætti hún við. 

Það má því segja að brúðkaupið hafi ekki farið alveg eins og það átti að fara en brúðhjónin geta sem betur fer séð spaugilegu hliðina á þessari martröð. Þessi dagur hverfur seint úr minni brúðhjóna og gesta.

Frá því að myndbandinu var fyrst deilt hafa rúmlega 4,3 milljónir horft á það en áhorfstölur fara hækkandi með hverri mínútunni. 

Myndbandið má sjá hér að neðan.

@hollinator1424

I kept trying to tell my husband I didn’t feel good and he thought I was joking😂 my baby nephew then pooped on my dress right after while I was pukin

♬ Oh No - Kreepa
mbl.is