Átta leiðir til að hrista upp í kynlífinu á nýju ári

Enn betra kynlíf á árinu 2022.
Enn betra kynlíf á árinu 2022. Ljósmynd/Colourbox

Margir stefna á að borða hollt og mæta oftar í ræktina á nýju ári. Af hverju ekki að setja sér markmið um betra kynlíf og ánægjulegra samband við maka? Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox fór yfir nokkur góð ráð um hvernig hægt er að bæta kynlífið á nýju ári. 

Cox segir að flest pör stundi alltaf kynlíf á sama hátt. Hún kom með átta sniðugar lausnir að því hvernig breyta má út af vananum og hrista upp í ástalífinu. 

Farðu út úr svefnherberginu

Cox heldur því fram að það sé ekkert spennandi að gerast í kynlífi fólks ef það stundar bara kynlíf undir sæng. Hún hvetur fólk til þess að vera skapandi og stunda kynlíf í aukaherbergi, uppi í sófa á meðan Netflix er í gangi. Gera það í sturtunni eða í baðinu. Stiginn er tilvalinn fyrir kynlífsiðkun. Það má líka fara út fyrir húsið.

Breyttu einhverju einu

Kynlífsráðgjafinn bendir fólki á að breyta einhverju einu atriði í hvert skipti sem það nýtur ásta. Ef fólk stundar kynlíf um leið og það vaknar ætti það að prófa að gera það á kvöldin. Ef það fer úr fötunum ætti fólk að prófa að vera í fötum. Fólk getur líka prófað að hafa kveikt á tónlist svo eitthvað sé nefnt. 

Elskaðu líkama þinn

Rannsóknir sýna að fólk sem er ánægt með líkama sinn nýtur þess betur að stunda kynlíf. Fólk þarf ekki að líta út eins og ofurfyrirsætur. Betra er að hætta að hugsa um staðalmyndina um kynþokkafullan líkama. 

Það er sniðugt að bæta kynlífsætknina.
Það er sniðugt að bæta kynlífsætknina. Ljósmynd/Colourbox

Stundaðu meira kynlíf

Kynlíf kætir og bætir heilsuna. Cox mælir með því að setja sér mánaðarleg markmið í staðinn fyrir vikuleg markmið. Ef fólk stundar að meðaltali kynlíf tvisvar í viku gæti það prófað að stunda kynlíf fimm sinnum í viku. Ef fólk er ánægt með hversu oft það stundar kynlíf en er að flýta sér þegar það gerir það er tilvalið að lengja hverja ástarlotu um 10 til 15 mínútur. 

Leystu vandamálin

Eru vandamál til staðar? Í stað þess að nöldra yfir kynlífsleysinu reyndu þá að koma því til skila hvað þú vilt og hvað þér finnst gott. Einnig er tilvalið að spyrja hvað bólfélaginn vill. Það besta sem hægt er að gera er að tala saman. 

Bættu kynlífstæknina

Gott ráð til að bæta kynlífið er að betrumbæta hvílubrögðin. Cox bendir á einfaldar lausnir eins og að nota hendur en ekki bara munn þegar fólk veitir munnmök. Einnig er sniðugt að nota sleipiefni. 

Fleiri fullnægingar

Kynlíf snýst að sjálfsögðu um svo miklu meira en stutta fullnægingu en hún skemmir ekki fyrir. Á meðan sumt fólk ætti að æfa sig í að bæta og lengja fullnæginguna eru aðrir sem fá ekki fullnægingu. Það sem getur hjálpað er að anda hraðar, stynja, kreppa vöðva. Einnig er óþarfi að reyna að fá fullnægingu á sama tíma og bólfélagi en það getur búið til óþarfa spennu. Þeim sem vilja fá fleiri en eina fullnægingu er bent á að skipta um stellingu eftir þá fyrstu. 

Kryddaðu kynlífið

Kynlífssérfræðingurinn Cox bendir einnig á nokkur klassísk ráð sem krydda kynlífið. Það má til dæmis binda bólfélaga, leika fantasíur, kaupa ný unaðstæki, horfa á klám saman eða velja saman nýja stellingu til þess að prófa.

Það drepur stemninguna að stunda bara kynlíf undir sæng.
Það drepur stemninguna að stunda bara kynlíf undir sæng.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál