„Hann á engin áhugamál og hatar alla“

Samskipti við vini geta reynt á taugarnar. Ekki síst yfir …
Samskipti við vini geta reynt á taugarnar. Ekki síst yfir hátíðina þegar krafan um að slaka á og skemmta sér er mikil. mbl.is/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá karlmanni sem er kominn með nóg af herramanni sem tilheyrir vinahóp hans.

Sæl Elínrós. 

Ég er að umgangast mann sem spúir leiðindum allt í kringum sig. Þetta er svo erfitt alltaf allt leiðinlegt, hlær aldrei, langar ekki til neins, hefur engin áhugamál, vill ekki heyra eða sjá neitt nýtt. Stundum finnst manni eins og að smá gleði sé í aðsigi en þá skella leiðindin á svo það er ekki von um neitt samtal eða neitt nema bara þegja og forða sér. Hef ég margan manninn hitt en þetta er engu líkt. Maður gefst upp en svo vorkennir maður svona manni og honum er hleypt inn í félagskapinn aftur en þetta bara endurtekur sig. Ef maður kemur með athugasemd sem er borðliggjandi þá er svarið alltaf: Þetta er liðið maður getur ekki lifað í fortíðinni. Ef maður segir: Ég bara skil þig ekki, þá svarar hann að ég þurfi ekki að skilja allt. Með þökk fyrir að lesa þetta. 

Kveðja, X

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Sæll X og takk fyrir spurninguna þína. 

Það hljómar eins og vini þínum líði ekki vel og sú líðan hafi áhrif á þig. Er þetta ekki lífið í hnotskurn? Þessi vegur sem við þurfum að finna og feta þar sem okkur líður vel og annað fólk er ekki sífellt að hafa áhrif á okkur?

Í stórum hópi af fólki, þá eru vanalega verkefni lífsins að herja á nokkra. Sumir detta í grín-gírinn þegar þeim líður illa, á meðan aðrir fara inn í sig og loka sig af. Svo eru til þeir sem fara í það að verða fullkomnir og betri en aðrir. Svo fólk er allskonar og sýnir vanalega mjög mismunandi viðbrögð í aðstæðum. 

Hvernig getur þú tekið ábyrgð í þessari stöðu?

Ef þú ert að mæta öðru fólki sem jafningi og getur verið í „diplómatískum“ parti, verið forvitinn og með smá léttleika í samtali, gætir þú án efa farið aðeins dýpra ofan í málin með vini þínum. Hvað var það sem hann gerði í fortíðinni sem þú vilt skoða með honum? Ef hann vill ekki tala um það, af hverju þá ekki að segja honum að hann hafi allan rétt á að gera það sem hann gerir (e spúa leiðindum), en þá nennir þú ekki að vera í kringum hann? Þá ertu að sýna honum virðingu, en um leið að segja honum að ef hann vill umgangast þig þá þarf hann að taka sig á. Ég vil þó staðhæfa að það gæti orðið pínulítið erfitt að gera vin þinn að einhverjum skemmtikrafti, það eru óraunhæfar kröfur og frekar langsótt, svona miðað við hvernig þú lýsir honum hér að ofan. 

Grunnurinn að sanngjörnum samskiptum, er að samþykkja aðra. Að gætt sé trúnaðar um það sem sagt er og að tekið sé alvarlega beiðnir um breytingar. Að sett séu upp mörk og mörkum annarra sé tekið. Að setja upp mörk er að vera í einskonar kúlu, þar sem þú vegur og metur það sem er að gerast í kringum þig. Svo sýnir fólk vanalega mörk sín með hegðun. Ef eða þegar þú ferð yfir mörk annarra þá er eins, gott að hlusta á það. 

Ég les að þú ert smávegis „alpha“ og með skoðanir á því hverjir tilheyri hópnum og hverjir ekki. Ertu að nenna að vera í því hlutverki áfram? Það er náttúrulega til nóg af skemmtilegum karlmönnum í landinu, væri þá ekki hægt að búa til nýja og aðra hópa með þeim? 

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál