Kynlífið varð ömurlegt við sambúð

Sambandið varð ömurlegt eftir að mennirnir fluttu inn saman.
Sambandið varð ömurlegt eftir að mennirnir fluttu inn saman. Ljósmynd/Pexels

Par sem nýverið flutti inn saman eftir fimm ára fjarsamband finnst lífið hálf ömurlegt eftir að þeir fluttu inn saman. Kynlífið er ekki jafn gott og áður og samskiptin ekki upp á marga fiska. Annar þeirra skrifaði ráðgjafa The Guardian og bað um ráð.

„Ég er búin að vera í fjarsambandi með manninum mínum í fimm ár. Við erum báðir karlkyns og nutum þess að stunda heilbrigt kynlíf, og nutum þess að eyða tíma saman vitandi að við myndum ekki sjá hvorn annan í nokkrar vikur. Mér fannst vera gagnkvæmur skilningum um kynlíf okkar, sem var ástarþrungið og af og til buðum við þriðju manneskjunni með til að hrista upp í hlutunum. Síðan þá erum við fluttir inn saman og núna finnst mér eins og ég sé sá eini sem geri hlutina. 

Ég sting alltaf upp á að stunda kynlíf og er klárlega sá eini sem kemur með hugmyndir. Mér líður eins og hann hrífist ekki lengur af mér og hafi engan áhuga á mér líkamlega. Um helgina langaði hann að fara í sánu fyrir samkynhneigða, en mig langaði ekki svo hann fór einn. Það hefði verið ekkert mál mín vegna, ef við værum að stunda kynlíf innan sambandsins, en við erum ekki að því. Núna erum við í opnu sambandi og ég finn ekki fyrir neinni nánd í sambandinu. Mér finnst þessa rosalega mikið breyting. 

Hann vill ekki ræða þetta við mig, nema til þess að segja mér að ég sé óröuggur með sjálfan mig, hræsnisfullur og ósanngjarn. Satt best að segja þá efast ég um sjálfan mig því ég hef líka notið þess að vera í opnu sambandi, en bara þegar það er krem á kökunni, ekki kakan sjálf. Hvernig tendra ég aftur í kynlífinu okkar?“

Pamela Stephenson Connolly svarar.

„Það er skiljanlegt að þú upplifir mikil vonbrigði í þessu nýja ásandi sem hefur skapast, en einmitt núna þarftu að stilla væntingum þínum i hóf. Svona miklar breytingar í sambandi krefjast mikilla samræðna. Það er örugglega ekkert að kynlífinu ykkar í grunninn, þið þurfið bara að ræða hvað hver og einn þarf og lætur sig dreyma um og reynt að finna samvinnugrundvöll. Það er betra fyrir söm pör að búa ekki sama, en það er of snemmt að segja til um ykkur. Þar að auki koma upp allskyns vandamál í opnum samböndum sem þarf að ræða þegar það gerist. Þið þurfið að vera mjög skýrir í samtölum ykkar um sambandið. Þú gætir til dæmis stungið upp á því að þið skiptist á að hefja kynlíf. Sambönd af öllum gerðum detta upp fyrir þegar annarri manneskjunni finnst óskrifaðar reglur ósanngjarnar. Og þar af leiðandi getur sá hinn sami misst áhugan á kynlífi vegna ósættisins. Það væri best að tala um það, fara varlega og gera það fyrr heldur en seinna,“

Par sem nýverið flutti inn saman eftir fimm ára fjarsamband finnst lífið hálf ömurlegt eftir að þeir fluttu inn saman. Kynlífið er ekki jafn gott og áður og samskiptin ekki upp á marga fiska. Annar þeirra skrifaði ráðgjafa The Guardian og bað um ráð.

mbl.is