Hætt að stunda kynlíf þrisvar á dag

mbl.is/Getty Images

„Kynhvöt mín hefur tekið dýfu og ég held ekki í við leikfangið hann eiginmann minn. Ég er 53 ára og kynntist eiginmanni mínum, sem er núna 37 ára, fyrir tíu árum. Við stunduðum frábært kynlíf. Til að byrja með vorum við á hápunkti lífs okkur með brjálaða kynhvöt. Reynsluna sem hann skorti bætti hann upp með orku og ákafa. Við fengum ekki nóg hvort af öðru og kynlífið var stór hluti af sambandi okkar. Við gerðum það tvisvar til þrisvar á dag á hverjum degi,“ skrifaði kona sem finnur fyrir minni kynhvöt en áður og leitaði ráða hjá Deidre ráðgjafa The Sun

„Á síðustu tveimur árum hefur mig ekki langað til þess að stunda kynlíf. Það er ekki það að ég njóti þess ekki þegar ég er í stuði, ég er bara sjaldan í stuði. Einu sinni dreymdi mig um að stunda kynlíf allan liðlangan daginn en núna hugsa ég eiginlega aldrei um það. Ég er þreytt og langar frekar að kúra uppi í rúmi með góða bók og sofna. Ég var svo gröð að ég stökk á manninn minn um leið og hann kom heim. Núna á hann alltaf frumkvæðið. Hann er orðinn pirraður á því að ég segi nei. Hann tekur því sem mikilli höfnun og mér finnst hann alltaf vera að biðja um kynlíf. Stundum gef ég eftir bara til þess að halda friðinn. Ég finn þá fyrir niðurlægingu og eins og ég sé kynlífstæki. Þar sem ég er ekki alveg til geta samfarir verið óþægilegar og jafnvel meitt mig. Hann heldur að ég hafi ekki áhuga á honum lengur og haldi fram hjá. Ekkert er fjær lagi. Við rífumst mikið og ég hef áhyggjur af hjónabandinu. Ég elska hann ennþá jafn mikið. Vandamálið er að kynlöngun okkar passar ekki saman.“

Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera …
Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera galdurinn. mbl.is/Colourbox

Ráðgjafinn bendir konunni á að margar konur finni fyrir minni kynhvöt þegar þær fara á breytingaskeiðið. Ástæðan er breytingar á hormónum og getur það spilað inn í óþægindi við samfarir. Ráðgjafinn hvetur konuna til þess að stunda ekki kynlíf vegna þess að henni finnist það vera skylda sín. 

„En það er mikilvægt að bæta kynhvötina og laga óþægindin, þú gætir pantað tíma hjá lækni og talað um meðferðir fyrir breytingaskeið. Talaðu við eiginmann þinn um þetta og bentu honum á að þið ættuð að finna málamiðlunarleið. Gerðu honum ljóst að þú elskir hann og þú viljir vera náin honum en þú getir ekki stundað eins mikið kynlíf og þú gerðir. Kannski getur það hjálpað að taka því rólega og ef þið einbeitið ykkur að forleik, faðmlögum og nuddi.“

mbl.is