Varaði aðra menn við með óvenjulegum hætti

Lulu rak upp stór augu þegar hún sá viðvörunarskilaboðin skrifuð …
Lulu rak upp stór augu þegar hún sá viðvörunarskilaboðin skrifuð undir setunni. mbl.is

Ung kona að nafni Lulu rak augun í óvenjuleg skilaboð sem skrifuð höfðu verið undir salernissetuna á heimili hennar á dögunum. Skilaboðunum deildi hún á samskiptamiðlinum TikTok og útskýrði uppátækið betur.

Lulu sagði frá því að hún hafi kynnst manni í gegnum samskiptaforrit og þau ákveðið að hittast. Hún bauð manninum að koma heim til sín áður en þau myndu fara ásamt vinum Lulu á öldurhús. Þegar maðurinn mætti á heimili Lulu fékk hún slæma tilfinningu fyrir honum og óskaði fljótlega eftir að hann færi. 

„Ég fílaði hann ekki. Ég spurði hvort hann gæti ekki pantað sér leigubíl og farið,“ sagði Lulu en vildi ekki vera dónaleg og segja raunverulega ástæðu þess að hún vildi ekki hafa hann lengur á heimilinu. „Ég fann upp á einhverri ástæðu og sagði að mér liði ekki vel að hanga með honum því ég væri enn ástfangin af fyrrverandi kærastanum mínum,“ segir hún. Vinkona Lulu var á staðnum þegar hún bað manninn að yfirgefa heimilið.

Krotaði á klósettið með varalitnum hennar 

Maðurinn bað um að fá að nota salernið áður en hann færi og féllst Lulu á það. Stuttu eftir að hann fór rak hún hins vegar augun í skilaboð sem hann hafði skrifað á salernissetuna með varalitnum hennar. Skilaboðin voru öðrum mönnum, sem Lulu átti eftir að komast í kynni við í framtíðinni, til varnaðar. 

„Hún er að sofa hjá sínum fyrrverandi  hlaupið,“ skrifaði hann og hafði símanúmerið sitt með svo hann gæti sagt framtíðar„deitum“ hennar alla sólarsöguna. 

Samkvæmt fréttamiðlinum Daily Star brá Lulu heldur betur í brún þegar hún sá skilaboðin en á sama tíma fannst henni þetta frekar fyndið uppátæki. Ákvað hún að deila því á TikTok og hefur hún fengið margs konar viðbrögð. 

Sumir hafa sagt manninn ansi snjallan og segjast hafa fundið til með honum en aðrir hafa lýst yfir stuðningi við Lulu og fundist hún hugrökk að hafa fylgt hjartanu.

Myndskeiðið hefur farið um eins og eldur í sinu um netið en alls hafa hátt í þrjár milljónir manna horft á það. 

@notsimpqueen7

he also wrote his phone number on the seat?? my weirdo radar was spot on :)

♬ original sound - Lulu
@notsimpqueen7

Reply to @doctorhardcock ##greenscreen take whoever’s side. i probably could’ve been nicer but he ruined TWO of my favorite lipsticks 🤷🏼‍♀️

♬ original sound - Lulu 

mbl.is