„Konan mín kenndi Paltrow munngælur“

Leikararnir Gywneth Paltrow og Rob Lowe.
Leikararnir Gywneth Paltrow og Rob Lowe. Samsett mynd

Bandaríski leikarinn Rob Lowe sagði bráðfyndna sögu af eldgömlum samskiptum sem eiginkona hans, förðunarfræðingurinn Sheryl Berkoff, átti við leikkonuna Gwyneth Paltrow. Lowe var gestur í spjallþættinum hjá Jimmy Fallon á dögunum og sagði Lowe eiginkonu sína hafa kynnt Paltrow fyrir munnmökum. 

Gwyneth Paltrow hefur lengi átt gott vinasamband við hjónin en hún kynntist þeim fyrst áður en hún skaust upp á stjörnuhimininn. 

„Gwyneth var mjög bráðþroska ung 18 ára táningsstúlka. Konan mín var að farða fyrir kvikmynd sem mamma Gwynethar, Blythe Danner, vann að á þessum tíma og þannig kynntumst við,“ lýsir Lowe fyrstu kynnum þeirra hjóna við leikkonuna.

„Sheryl var eins og stóra systir hennar, og er enn. Hún gaf henni sígarettur og þær fóru saman út að reykja,“ sagði hann. Þrátt fyrir að Berkoff hafi gefið Paltrow góð förðunarráð þá deildi hún ýmsum öðrum ráðum með henni líka. Til dæmis hvernig á að gefa karlmönnum góð munnmök. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.

„Ég segi nú bara: Ekkert að þakka Chris Martin og Brad Falchuk!“ sagði Lowe við núverandi og fyrrverandi eiginmann Paltrow sem væntanlega hafa notið góðs af gælunum.

mbl.is