Lykillinn að eldheitri bóndadagsnótt

mbl.is/Thinkstockphotos

Bóndadagurinn er tilvalinn til þess að lyfta sér aðeins upp og kannski stunda smá kynlíf. Þrátt fyrir að bóndinn eða bændurnir á heimilinu eigi daginn í dag eiga allir á heimilinu að njóta. Hér koma nokkur ráð um hvernig megi fullkoma bóndadaginn með eldheitri nótt. 

Ástarjátningar 

Byrjaðu kynlífið áður en komið er inn í svefnherbergi. Rannsóknir benda til þess ástarjátningar hafa meira að segja en kynþokka­full und­ir­föt, for­leik­ur og fjöl­breytt­ar stell­ing­ar þegar kem­ur að kyn­lífs­ánægju para.

Taktu þér tíma

Að minnsta kosti 15 mínútur af forleik geta breytt miklu. Mikilvægt er að nota hendur og svo er ekki bæði gott að gefa og þiggja í munnmökum. 

Stellingar

Sitj­andi á móti hvort öðru

Í stell­ing­unni sit­ur ann­ar aðil­inn upp­rétt­ur með beina fæt­ur. Sá aðili sem er ofan á er með bogna fæt­ur. Það gæti verið smá maus að kom­ast í þessa stell­ingu en þegar allt smell­ur sam­an skap­ast mik­il nánd. Hægt er að horfa á hvernig lík­aman­ir snert­ast en einnig er hægt að horfa í augu bóndans. 

Reiðmaður­inn

Bóndinn leggst á gólfið og teyg­ir úr fót­leggj­un­um. Hin mann­eskj­an leggst ofan á hana og snýr bak­inu í hana. Hún get­ur svo notað hnén og mjaðmirn­ar til að rugga sér fram og til baka. Þessi stell­ing er full­kom­in fyr­ir smá rassa­leik, sé vilji til þess.

Skeiðin

Skeiðin er mjög sak­laus og krútt­leg stell­ing en gleym­ist mjög oft og er oft ekki tal­in vera „al­menni­leg“ kyn­lífs­stell­ing. Hún er hins veg­ar mjög góður kost­ur ef fólk vill eiga notalega og rómantíska stund með bóndanum. 

Kannaðu húsið

Fyrir ævintýragjörn pör er um að gera að prófa að stunda samfarir í eldhúsinu eða inni í stofu. Í sófanum er mælt er með því að stunda kyn­líf í svo­kallaðri hjól­böru­stell­ingu þar sem bóndinn sit­ur í sófa en kon­an stend­ur næst­um því á hönd­um. Í eldhúsinu er gott er að nýta sér horn í eld­hús­inn­rétt­ing­unni. Mælt er með því að kon­an sitji upp á inn­rétt­ing­unni á meðan bóndinn stend­ur.

Kynlíf í eldhúsinu í tilefni bóndadagsins.
Kynlíf í eldhúsinu í tilefni bóndadagsins. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is