Kaloríur eða kynlífsnautn – þitt er valið

Kynlíf getur brennt þónokkrum kaloríum.
Kynlíf getur brennt þónokkrum kaloríum. Thinkstock / Getty Images

Rannsóknir hafa leitt í ljós að ein kynlífsathöfn gangkynhneigðs pars getur verið á pari við 30 mínútna langa líkamsræktaræfingu. Niðurstöður rannsókna hafa gefið góða mynd af að meðalfullorðnir einstaklingar geti brennt allt að sjö hitaeiningum í hverri kynlífsstellingu fyrir sig.

Ef hver kynlífsstelling tekur um það bil eina mínútu og sjö hitaeiningar tapast að meðaltali á hverri mínútu getur verið gaman að sleppa því að fara á hlaupabrettið af og til og eiga rúmgott við makann í staðinn. Þá hafa nýlegar rannsóknir einnig leitt í ljós að meðalfullorðinn einstaklingur stundar kynlíf um það bil 54 sinnum á ári.

Í einni hefðbundinni kynlífsathöfn er því mögulegt að brenna allt að 211 hitaeiningum sé miðað við um það bil hálftíma langar samfarir. Þá skipta stellingarnar í hvert skipti miklu máli því þær ráða úrslitum um það hversu miklu er hægt að brenna.

Sýnt hefur verið fram á að samfarir sem stundaðar eru aftan frá geti brennt flestum hitaeiningum. Hins vegar er staðreyndin sú að fullnægingartíðni kvenna er ekki mikil þegar þessi stelling er viðhöfð. Stellingin þegar konan er ofan á brennir fæstu hitaeiningunum miðað við nýjustu rannsóknir en sú stelling skorar mjög hátt þegar litið er til fullnægingartíðni kvenna.   

Svo spurningin er: hvort skiptir meira máli, að brenna fullt af hitaeiningum eða njóta samlífsins?

Sérfræðingar hjá fyrirtækinu From Mars hafa útbúið kynlífsreiknivél sem getur aðstoðað forvitin pör við útreikningana.

Kynlífsreiknivélina má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál