Eiginmaðurinn hélt framhjá mér og vill nú trekant

Ótrúr eiginmaður vill prófa trekant með eiginkonunni.
Ótrúr eiginmaður vill prófa trekant með eiginkonunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem á óheiðarlegan eiginmann leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly. Eiginmaðurinn er hættur að halda framhjá en vill núna bjóða þriðju manneskjunni að stunda kynlíf með þeim hjónum. 

„Í upphafi sambands okkar var eiginmaður minn mér ótrúr. Hann átti í leynilegum samböndum og daðraði við aðrar konur. Mig grunaði það og ef ég reyndi að ræða það við hann kallaði hann mig klikkaða og sagði að ég væri að reyna eyðileggja samband okkar. Það var ekki fyrr en eftir að okkar fyrsta barn kom í heiminn, eftir fjögurra ára hjónaband, að hann fann til sektar og hætti að halda framhjá mér. 

Stuttu eftir að okkar annað barn fæddist, þremur árum á eftir því fyrsta, sagði hann mér að hann væri fjölkær og væri skotinn í manneskju í vinnunni. Það koma stundir þar sem hann er tilfinningalega fjarlægur mér og þá grunar mig að hann þrái eitthvað meira en mig. Þegar ég sagði honum að ég væri tilbúin til að skilja við hann, sagðist hann gera allt til þess að halda í mig. Við byrjuðum að fara aftur á stefnumót, en tveimur vikum seinna spurði hann hvort ég vildi fara í trekant með honum. 

Mér líður eins og ég hafi verið búin að finna lífsförunaut minn, þess vegna giftist ég honum. En svo virðist sem honum líði ekki þannig. Ég skil ekki af hverju, ef hann elskar mig eins og hann segist gera, er ég ekki nóg?“

Stehpenson Connolly svarar:

„Sumum finnst einkvæni alveg ómögulegt. Sumir eru bara þannig úr garði gerðir. Í raun er einkvæni erfitt fyrir flest. Ég skil að traust skipti þig miklu máli, samt frá upphafi vissir þú að eiginmaður þinn var ekki bara með þér. Þú ert búin að standa við bakið á honum og eignast börn, og það er greinilega djúp ást á milli ykkar, þannig að ég er að velta fyrir mér, hvort þú sért komin á þann stað að framhjáhöld hans séu óþolandi?

Hann er ekki að fara breytast. Þitt er valið, að skilja við hann eða vera með honum og gera það besta úr því sem þið hafið, þrátt fyrir þessa kvöl. Þú gætir alveg vel íhugað hvað það er sem heldur þér í þessu stöðuga ástandi þar sem þú þráir og verður fyrir vonbrigðum. Eftir að þú skilur það, þá gætir þú tekið heilbrigðari ákvörðun.“

mbl.is