Get ég orðið eftirsóttasti piparsveinninn?

Það að finna sér framtíðarmaka getur verið flókið verkefni.
Það að finna sér framtíðarmaka getur verið flókið verkefni. Unsplash

Lesendur eru duglegir að leita ráða hjá mér um allt milli himins og jarðar. Auðvitað er ekki hægt að svara öllum spurningum opinberlega en ég hef þó reynt að gera það eftir bestu getu. Hér kemur spurning frá manni sem þráir að verða eftirsóttasti piparsveinn Íslands. Hvað er til ráða?

Hæ hæ 

Ég bý einn og er með góðan evrópskan stíl. Ég myndi vilja að ég væri heitasti piparsveinninn sem er laus og liðugur😅😅.

Kveðja, OM

Sæll og blessaður OM. 

Það er erfitt að svara þessari spurningu þar sem mennirnir eru jafnmisjafnir og þeir eru margir. Það sem einni/einum þykir eftirsóknarvert finnst öðrum alveg glatað og misheppnað. Þú nefnir evrópskan stíl sem einkennir þig. Það er allt gott og blessað með það og ekkert að því að hafa efnisleg áhugamál. Það gerir fólk ekki að verra fólki að vilja ákveðin föt eða ákveðin stíl á húsbúnaði.

Ég held þó að engin kona myndi byrja sérstaklega með manni af því hann ætti svo glæsileg húsgögn eða framúrskarandi föt. Það er yfirleitt eitthvað annað sem fólk leitast eftir við val á framtíðarmaka. Sumir sérfræðingar halda því fram að það sé efnafræði sem tengi fólk saman og vilja meina að það sé líkamslyktin sem heilli og búi til aðdráttarafl. Ég veit ekki hvort það sé rétt. Ef þig langar að vera eftirsóttur piparsveinn þarftu fyrst og fremst að reyna að koma vel og fallega fram við annað fólk. Vera heiðarlegur, segja satt og rétt frá og gera eitthvað á hverjum degi sem drífur þig áfram og gerir líf þitt meira spennandi. Ég held að um leið og þú sért farinn að njóta lífsins í botn þá muni framtíðarmaki þinn banka upp á. 

Gangi þér vel með þetta og vonandi gagnast þessi ráð! 

Kær kveðja, 

Marta María 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent spurningu HÉR. 

Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is.
Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is. Ljósmynd/Kári Sverriss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál