Elísabet hjálpar mæðrum sem glíma við vímuefnavanda

Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir.
Elísabet Ósk Vigfúsdóttir ljósmóðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elísabet Ósk Vigfúsdóttir er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterkari saman. Hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir sem hefur sérhæft sig í vinnu með mæðrum sem glíma við vímuefna- og/eða geðrænan vanda.

„Þessi vandamál haldast oft í hendur og brenn ég fyrir að aðstoða þessar mæður og varð áhuginn til í Danmörku þar sem allt utanumhald er til fyrirmyndar,“ segir Elísabet í viðtalinu. 

Elísabet segir að við á Íslandi séum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að umönnun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu. Hún segir okkur til samanburðar frá vinnu sinni í Danmörku.

„Það eru þverfagleg teymi mynduð utan um ólétta konu og henni fylgt eftir alla meðgönguna og fyrstu sex ár barnsins, markmiðið er að aðstoða móður og barn að tengjast, grípa móður sem glímir við þessi vandamál og koma til móts við hana, fjölskyldu hennar og barnsins hverju sinni. Þetta vantar alfarið hér á landi.“

Elísabet stofnaði Urðarbrunn, sem er búsetuúrræði fyrir konur á meðgöngu og eftir fæðingu, sem eiga við vandmál að stríða. 

„Minn draumur er að börn fái að alast upp hjá móður sinni og mæður fái tækifæri til að ala börnin sín upp með þeirri aðstoð sem þær þurfi hverju sinni,“ segir hún. Tinna Guðrún Barkardóttir, Elísabet Ósk Vigfúsdóttir og Elín Bára Lúthersdóttir.
Tinna Guðrún Barkardóttir, Elísabet Ósk Vigfúsdóttir og Elín Bára Lúthersdóttir.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda