Sara í Júník og stórstjörnur hafa fengið bónorð 14. febrúar

Lady Gaga, Sara í Júník og Katy Perry hafa allar …
Lady Gaga, Sara í Júník og Katy Perry hafa allar fengið bónorð á Velentínusardaginn. Samsett mynd

Valentínusardagurinn er á morgun þann 14. febrúar en dagurinn er að mati sumra rómantískasti dagur ársins. Dagurinn er sérstaklega vinsæll út í hinum stóra heimi en margar stórstjörnur hafa fengið bónorð á degi ástarinnar. Það kemur fyrir að Íslendingar fái bónorð þann 14. febrúar. 

Verslunarkonan Sara Lind Páls­dótt­ir, oft kennd við verslunina Júník, fékk bónorð 14. febrúar árið 2016. Þá fór unnusti hennar Kristján Þórðarson á skeljarnar á Malibu-ströndinni í Bandaríkjunum. Sara og Kristján eiga enn eftir að ganga í hjónabönd en þau eignuðust sitt annað barn í fyrra. 

Sara Lind Pálsdóttir og Kristján Þórðarson á ströndinni eftir að …
Sara Lind Pálsdóttir og Kristján Þórðarson á ströndinni eftir að Kristján bað hennar.

Leikarinn Orlando Bloom fékk sömu hugmynd og Kristján en hann fór á skeljarnar þann 14. febrúar árið 2019 og bað tónlistarkonunnar Katy Perry. Hjónin eiga enn eftir að gifta sig en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman fyrir einu og hálfu ári síðan. 

Katy Perry og Orlando Bloom eru trúlofuð.
Katy Perry og Orlando Bloom eru trúlofuð. AFP

Tónlistarkonan Lady Gaga sagði já þegar leikarinn Taylor Kinney spurði hana hvort hún vildi giftast sér. Þetta var á Valentínusardaginn árið 2015. Lady Gaga fékk fallegan hjartalagaðan demantshring frá Kinney en því miður hætti parið saman ári seinna eftir fimm ára samband. 

Lady Gaga og fyrrverandi unnusti hennar Taylor Kinney.
Lady Gaga og fyrrverandi unnusti hennar Taylor Kinney. AFP

Leikarahjónin Harrison Ford og Calista Flockhart trúlofuðu sig á Valentínusardaginn árið 2009. Þau gengu í hjónaband ári seinna. Hjónin sem kynntust á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2002 eiga einn son sem Flockhart ættleiddi ári áður en þau kynntust. 

Harrison Ford og eiginkona hans Calista Flockhart.
Harrison Ford og eiginkona hans Calista Flockhart. AFP

Christina Aguilera fékk bónorð á Valentínusardaginn árið 2014 þegar unnusti hennar Matt Rutler fór á skeljarnar. Þau eignuðust dóttur sama ár en eiga enn eftir að ganga í hjónaband. 

Christina Aguilera og unnusti hennar Matthew Rutler.
Christina Aguilera og unnusti hennar Matthew Rutler. PAUL BUCK
mbl.is