Ástfangin upp fyrir haus

Dalton Gomez og Ariana Grande eru ástfangin.
Dalton Gomez og Ariana Grande eru ástfangin. Skjáskot/Instagram

Söngdívan Ariana Grande virðist ástfangin upp fyrir haus af eiginmanninum, Dalton Gomez, ef marka má nýja Instagram-fræslu hennar. Grande deildi stuttu myndskeiði á miðilinn á dögunum sem sýndi þau hjónin í innilegum kossi.

Hjónin stóðu úti á stórri þakverönd með stórkostlegt útsýni í baksýn. Bæði voru þau klædd í sitt fínasta púss. Gomez var í gráum jakkafötum og Grande í svörtum síðkjól sem var með opinni blúnduklauf á annarri hliðinni. 

Heitur og innilegur kossinn vakti mikla aðdáun á meðal aðdáenda Grande, en ófáar athugasemdir hafa verið skrifaðar undir færsluna. Svo virðist vera sem hjónin eigi marga aðdáendur sem styðja ástarsamband þeirra af heilum hug.


 

mbl.is