Misstu allt í hruninu og hafa áhyggjur

Íslensk par missti allt í hruninu og spáir í framtíðina.
Íslensk par missti allt í hruninu og spáir í framtíðina. Jonathan Rados/Unsplash

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá fólki sem spyr hvort annað þeirra verði á götunni ef hitt deyr. 

Kæra Berglind. 

Við erum bæði búin að vera í alls konar samböndum í gegnum tíðina. Misstum allt sem við áttum í hruninu og núna búum við í tveggja herbergja leiguíbúð og búin að koma okkur upp innbúi úr Góða hirðinum en erum ekki skráð í sambúð, trúlofuð eða gift. Hvernig fer ef annað okkar deyr? Hvernig standa málin hjá eftirlifandi einstaklingi? Hef áhyggjur af að hinn aðilinn fái ekki að vera áfram í íbúðinni. Þetta er skráð á mig og við höfum áhyggjur af að annað hvort okkar verið á götunni ef hitt deyr. Erum ekki í neinu sambandi við ættingja, börn eða barnabörn. Með bestu kveðju og ósk um ráðleggingar eða góð svör. Höfum talsverðar áhyggjur af þessu, erum orðin vel yfir sjötugt. Það er erfitt að vita ekkert.

Kveðja, 

GG

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl bæði tvö.

Ef þið eruð ekki í hjúskap þá er enginn erfðaréttur ykkar á milli og hvorugt ykkar hefur rétt til setu í óskiptu búi. Varðandi leiguíbúðina þá breytir það engu um rétt leigutakans til að leigja íbúðina áfram ef hinn aðilinn fellur frá. Ég skil spurningu ykkar þannig að þið séuð heldur ekki skráð í sambúð og það getur haft áhrif á áframhaldandi leigu. Ef leigutakinn fellur frá þá verður væntanlega að gera nýjan leigusamning.

Ég vona að málin hafi aðeins skýrst.

Með bestu kveðju,

Berglind Svavarsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál