Einar borgaði undir hjónarúmið til að losna við það

Einar Bárðarson og Áslaug Thelma Einarsdóttir.
Einar Bárðarson og Áslaug Thelma Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Bárðarson er gestur þáttarins, Ekkert rusl, sem er í umsjón Margrétar Stefánsdóttur og Lenu Magnúsdóttur. Einar hefur brennandi áhuga á umhverfisvernd og hefur síðustu tíu ár verið öflugur plokkari ásamt því að starfa fyrir Votlendissjóð.  

Einar segist ekki vera duglegur að kaupa sér notuð föt en hann sé meira en viljugur að gefa fötin sín og flokka heima hjá sér. Hann segist grátbiðja börnin sín að taka þátt í þessu og játar að eiginkona hans, Áslaug Thelma Einarsdóttir, sé öflug í endurvinnslu. Honum tókst að koma heilu hjónarúmi í endurnýtingu og til þess að losna við það hafi hann borgað flutninginn undir það. 

Einar segir að allt þetta rusl sem fjúki út um allar koppagrundir geri það óvart. Fólk ætli sér ekki að henda rusli í náttúrunni. Megnið fari upp úr ruslatunnum landsmanna. 

„Lokið fýkur upp og þar með er ruslið farið. Þessu þarf hver og einn að huga að hjá sér, sem og fyrirtækin", segir Einar. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.  

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir á skíðum.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir á skíðum.
mbl.is