Fann kynlífsdúkku eiginmannsins

Pör verða að tala saman segja sérfræðingar.
Pör verða að tala saman segja sérfræðingar. mbl.is/Getty Images

Eiginkona fann kynlífsdúkku, blúndunærföt og önnur kynlífstól í íþróttatösku eiginmannsins. Hún leitar ráða sambandsfræðings um hvað hún eigi að gera. Henni finnst hún svikin.

„Hann gekk inn akkúrat á sama tíma og ég var að draga þessa hluti upp úr íþróttatöskunni. Hann varð afar skömmustulegur. Í fyrstu reyndi hann að telja mér trú um að vinir hans væru að stríða honum en ég keypti það ekki,“ segir ein áhyggjufull eiginkona í sambandsdálki The Sun.

„Ég hélt að hann væri sjálfur að klæðast nærfötunum en svo viðurkenndi hann loks að hann setti nærfötin utan um kodda og líkti eftir kynlífi þannig. Hann þvertók fyrir að hafa haldið framhjá. Hann sagði að víbradorinn væri fyrir okkur bæði en hann hefur aldrei minnst á að nota slíkt með mér áður. Loks sagði hann að hann gerði þetta bara því við stunduðum ekki kynlíf sem er bara ekki rétt. Við stundum kynlíf en stundum líða mánuðir á milli. Við eigum nefnilega fjögur börn og ég hef ekki orku í meira kynlíf en það.“

„En ekki nóg með þetta þá komst ég fyrir tilviljun að því um daginn að hann ætlaði að láta taka sig úr sambandi. Ég vissi það ekki og skil ekki af hverju hann spurði mig ekki álits. Ég varð svo reið að við töluðumst ekki við í margar vikur. Svo ákvað ég að jafna mig barnanna vegna. Mér finnst ég svo svikin hvernig get ég lagað sambandið?“

Svar ráðgjafans:

„Þið verðið að tala saman. Svo einfalt er það. Auðvitað krefst það hugrekkis, bæði að tala og hlusta. Þið hafið tekið ákvarðanir án þess að tala saman og því verður að ljúka. Auðvitað er mikið að gera með fjögur börn en það er engin afsökun fyrir kynlífsleysið. Þið þurfið að hugsa um þarfir hvors annars og muna afhverju þið urðuð ástfangin. Stundum verðið þið bara að taka frá tíma fyrir hvort annað, hátta börnin snemma og kúra saman í sófanum. Finna fyrir aukinni nánd. Auðvitað ertu upptekin með börnin en þú þarf að fjárfesta í sambandinu.“

mbl.is