Stunda oftast kynlíf í júlí

Pör stunda kynlíf að meðaltali fjórum sinnum í viku í …
Pör stunda kynlíf að meðaltali fjórum sinnum í viku í júlí. Ljósmynd/Unsplash

Ef marka má könnun sem kynlífstækjaverslunin LoveHoney gerði sveiflast kynhvöt fólks eftir árstíðum. Júlí er ekki bara heitasti máður ársins þegar kemur að veðri, heldur líka þegar kemur að kynlífi því pör sem svöruðu könnunni sögðust stunda kynlíf að meðaltali fjórum sinnum í viku í júlí. 

Tvö þúsund manns, bæði pör og einhleypt fólk, svaraði könnuninni og svöruðu einnig af hverju svo stæði á að þau stunduðu oftar kynlíf í einhverjum ákveðnum mánuði. Flest pörin sögðu að júlí væri „kynþokkafyllsti“ mánuðurinn eða 22%.

Næstmesta kynlífið á sér stað í ágúst, en þá sögðust pör stunda kynlíf að meðaltali 3,7 sinnum í viku. Í júní stundaði fólk kynlíf að meðaltali 3,2 sinnum í mánuði. 

Af hverju fólk stundaði meira kynlíf yfir sumarmánuðina heldur en yfir veturinn sögðu flest, eða 26%, að það væri af því þá væri það í fríi og gæti slakað betur á. 

Töluvert minna er að gera í rúminu hjá fólki yfir vetrarmánuðina en í nóvember sögðust pörin stunda kynlíf helmingi sjaldnar en yfir sumarmánuðina, eða aðeins 2,1 sinnum í viku. 

 1. Júlí - 4 sinnum í viku
 2. Ágúst - 3,7 sinnum í viku
 3. Júní - 3.2 sinnum í viku
 4. Maí - 3 sinnum í viku
 5. Desember - 2,9 sinnum í viku 
 6. Febrúar - 2,8 sinnum í viku
 7. September 2,7 sinnum í viku
 8. Apríl - 2,6 sinnum í viku
 9. Október - 2,6 sinnum í viku
 10. Mars - 2,5 sinnum í viku
 11. Janúar - 2,3 sinnum í viku
 12. Nóvember - 2,1 sinnum í viku
mbl.is