„Hvar stend ég þegar kemur að uppgjöri dánarbús“

Hver er erfðaréttur NN ef foreldrar hennar hafa aldrei verið …
Hver er erfðaréttur NN ef foreldrar hennar hafa aldrei verið saman? Unsplash/Elena Mishlanova

Vala Valtýsdóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá uppkomnu barni sem á foreldra sem hafa aldrei verið saman. Þessi einstaklingur veltir fyrir sér erfðarétti.

Hæ Vala! 

Mig langar að forvitnast þar sem foreldrar mínir hafa aldrei búið saman, eru bæði gift öðrum i dag og eiga börn saman með sinum mökum. Hvernig og hvar stend ég þegar kemur að uppgjöri dánarbús þeirra?

Kveðja, NN

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl NN. 

Meginreglan er sú að maki getur einungis setið í óskiptu búi með niðjum beggja. Hins vegar getur verið að erfðaskrá mæli svo fyrir um að eftirlifandi maka sé heimilt að sitja í óskiptu búi og ganga slík ákvæði erfðaskrár framar meginreglunni. Hvað varðar arfinn sem slíkan þá ertu erfingi beggja foreldra þinna og fara slík skipti eftir erfðalögum. Maki erfir 1/ 3 hluta eigna, þegar börn eru á lífi, en 2/ 3 hluta erfa börnin að jöfnu.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is