Ættirðu að prófa kynlífsföstu?

Kourtney Kardashian segist hafa haldið sig frá kynlífi í vissan …
Kourtney Kardashian segist hafa haldið sig frá kynlífi í vissan tíma sem hluti af detoxi. AFP

Stutt er síðan Kourtney Kardashian tilkynnti að hún hefði stundað kynlífsföstu sem hluta af hreinsun. Þá hefur nóvembermánuður hlotið nafnið „No Nut November“ hjá mörgum. En hefur kynlífsfasta einhvern heilsufarslegan ávinning? 

Sérfræðingar eru sammála um að það að stunda ekki kynlíf hafi engin bein áhrif á heilsuna, líkama eða sál.

„Það er ekkert sem styður það. Þá hafa allar rannsóknir sem segja að fráhald auki úthald, frjósemi eða núvitund verið hraktar. Þeir sem sjá einhvern mun á sér eru líklegast undir áhrifum samfélagsins og þess hvernig þau lærðu um kynlíf á sínum tíma,“ segir Ness Cooper kynlífsfræðingur.

„Sumir velja að halda sig frá kynlífi til þess að bæta sambandið við sjálfa sig eða hafa áhyggjur af kynlífsfíkn. Það er allt í góðu með það. En sértu í einhverjum vafa um andlega líðan er ef til vill best að leita sér ráðgjafar í stað þess að halda að kynlífsleysi leysi öll vandamálin.

Kynlíf ekki eitthvað óhreint

Mikilvægt er þó að líta ekki á kynlífsföstu sem einhvers konar hreinsun. Kynlíf er ekki óhreint og gerir mann ekki óhreinan. Þetta er ekki eitur sem þarf að spúla úr líkamanum. Kynlíf er mikilvægt tæki til þess að auka nánd í samböndum. Það bendir ekkert til þess að kynlífsleysi geri mann betri á nokkurn hátt. Líklegra er að góð fullnæging bæti svefninn, dragi úr streitu og svo framvegis.

Stundum hætta pör að stunda kynlíf til þess að auka spennu í sambandinu, meira sem leikur en sem refsing. En í þeim tilvikum er mikilvægt að báðir aðilar séu samþykkir og upplýstir um markmið leiksins.“

Kynlíf getur haft góð áhrif á marga þætti daglegs lífs.
Kynlíf getur haft góð áhrif á marga þætti daglegs lífs. mbl.is/Colurbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál