Getur ekki hætt að halda framhjá og versla

Konan hefur haldið framhá manninum sínum með mörgum mönnum.
Konan hefur haldið framhá manninum sínum með mörgum mönnum. Ljósmynd/Colourbox

„Ég er föst í ömurlegum vítahring sektarkenndar. Ég held framhjá og fer svo að versla til þess að láta mér líða betur. Ég er 33 ára og hann er 36 ára. Við höfum verið saman í níu ár. Í fyrra sagði læknir mér að ég gæti aldrei eignast börn af því ég er byrjuð að breytingaskeiðinu. Eiginmanni mínum virðist vera saman en ég er miður mín. Oftast er ég dofin og mér líður eins og ég sé tóm að innan. Framhjáhaldið lætur mér líða aðeins betur en stuttu seinna líður mér aftur illa,“ skrifar kona sem heldur framhjá og leitaði ráða hjá ráðgjafa The Sun

„Ég vinn í móttöku á hóteli svo það er auðvelt að daðra við gesti og sundum bjóða þeir mér inn á herbergið til sín. Ég elska eiginmann minn og mig langar bara að vera með honum. En þegar ég stunda kynlíf með öðrum mönnum hugsa ég ekki um að ég get ekki orðið móðir. Ég finn alltaf fyrir meiri og meiri sektarkennd. Og nú er ég komin með nýjan ávana, ég versla. Verslunarmeðferðin byrjaði smátt og smátt. Ég kaupi mér kannski nýja kápu og skó. En nú er ég komin með háa skuld á kreditkortinu. Oftast þarf ég ekki þessar vörur. Ég tek ekki einu sinni utan af helmingnum. Ég elska bara að ýta á kaupa-hnappinn. Það hjálpar til þess að gleyma sektinni vegna framhjáhaldsins og barnleysisins. En þetta endist ekki að eilífu heldur. Að ljúga að eiginmanni mínum gerir allt verra. Hvernig kemst ég út úr þessum vítahring? Ég er hrædd um hvernig þessari sögu lýkur. Ég hata sjálfa mig fyrir það sem ég geri en ég get ekki hætt.“

Konan getur ekki eignast börn sjálf.
Konan getur ekki eignast börn sjálf. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafanum þykir leitt að hjónin geti ekki eignast barn. Hann bendir hins vegar á að konan þurfi að hætta að refsa sjálfri sér með þessari hegðun sinni. Hann bendir á að hún sé að syrgja fjölskyldu sem hún getur ekki að eignast. Nú sé hins vegar kominn tími til að hætta þessari hegðun og takast á við tilfinningarnar. 

„Byrjaðu endilega að tala við eiginmann þinn. Jafnvel þó svo hann sýni það ekki er hann örugglega í uppnámi eins og þú og er að syrgja. Þú þarft ekki að segja honum frá framhjáhaldinu en það getur hjálpað að útskýra af hverju þú hefur ekki hegðað þér eins og þú ert vön að gera. Það getur verið erfitt að fara snemma á breytingaskeiðið en það eru aðrar leiðir til þess að stofna fjölskyldu. Það getur hjálpað að tala við einhvern sem hefur verið í sömu stöðu.“

mbl.is