Karlmennska og hreyfihömlun fara illa saman

Leifur Leifsson er gestur í hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.
Leifur Leifsson er gestur í hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.

Leifur Leifsson aflraunamaður, crossfittari, fyrrverandi uppistandari og ræðumaður varpar ljósi á áhrif ráðandi karlmennskuhugmynda á hreyfihamlaða í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar. Hann telur karlmennsku og hreyfihömlun passa illa saman.

„Ég held að karlmennska og kvenleiki og hreyfihömlun fitti mjög illa saman einhvernveginn. Því hreyfihamlað fólk, og mín kynslóð, var oft sett í einhverja kassa til þess að það myndi henta þeim sem kæmu að. Henta kerfinu,“ segir hann.

Tekur hann sem dæmi hvernig fólk með hreyfihömlun eða fólk sem reiði sig á stuðning sé oft sópað saman eða sé talið eiga sérstaka samleið í lífinu eingöngu vegna fötlunar sinnar.

„Maður átti að eiga einhverja vini því að þeir voru hreyfihamlaðir og við hlutum að eiga eitthvað sameiginlegt af því að við vorum hreyfihamlaðir en ég á gamla æskuvini sem eru kunningjar í dag og það eina sem við áttum sameiginlegt var að vera hreyfihamlaðir. Það var ekkert annað, en þjóðfélagið heldur það mjög oft.“

Minnir á aðskilnaðarstefnu

„Skóli án aðgreiningar er ekkert til í mínum huga. Ekki frekar en samfélag án aðgreiningar eða vinnustaður án aðgreiningar eða neitt,“ segir Leifur og útskýrir með því að benda á að stöðugt sé verið að gera sér úrræði fyrir fólk með hreyfihömlun.

„Við erum alltaf að búa til eitthvað fyrir fólk með hreyfihömlun, sér inngang og sérstaka lyftu sem er læst og húsvörðurinn er með lykil. Við erum með eitt klósett fyrir hreyfihamlaða. Þetta minnir óþægilega á aðskilnaðarstefnu. Eitt fyrir mig og annað fyrir alla hina.“

Leifur telur að best væri að gera öll klósett aðgengileg og tryggja að umhverfið sé ekki stöðugt að fatla fólk eða draga það í dilka.

Vel meinandi fordómar

Leifur dregur fram mörg dæmi um fordóma sem hann hefur upplifað á eigin skinni og hvernig hreyfihamlaðir eru oft teiknaðir upp sem fórnalömb eða grey sem hljóti að hafa það mjög erfitt. Leifur segir fjölmiðla og þátttagerðafólk oft vilja ýkja þjáningar, erfiðleika og fordóma fatlaðs fólks sem undirstriki enn frekar fordómana í samfélaginu. Tekur Leifur dæmi þar sem hann var að æfa sig fyrir aflraunir og er að rúlla sér upp og niður brekku, hann er með tónlist í eyrunum og í miklum ham þegar hann verður skyndilega var við að brekkan verður auðveldari viðfangs. Þá hafði vel meinandi manneskja stoppað umferð, stokkið til og talið sig vera að hjálpa hreyfihömluðum manni í mikilli neyð.

„Mér finnst allt í lagi ef fólk býður mér aðstoð sína. En ég myndi ráðleggja fólki ef það sér einhvern hreyfihamlaðannog vill bjóða fram aðstoð þá kannski byrjarðu á augnsambandi og spyrð hvort þú getir aðstoðað. Ef ekki, þá bara ekki. Ekki hlaupa til og byrja á að aðstoða af því þú ætlar að vera svo góður.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda