Aukinn losti hefur áhrif á leitarvélar

Þeir sem stunda heilbrigt kynlíf upplifa aukið magn seretóníns í …
Þeir sem stunda heilbrigt kynlíf upplifa aukið magn seretóníns í líkamanum, það minnkar streitu og eykur líkamlega vellíðan. mbl.is/Colurbox

Sumir sérfræðingar vilja meina að kynhvöt fólks aukist með hlýnandi veðri. Hvort sem það er sólin sem þar ræður för eða eitthvað allt annað þá eru til vísindi á bak við aukinn losta fólks yfir sumartímann. Samkvæmt tölum frá leitarvél Google færist það einnig í aukana á sumrin að fólk freisti þess að slá inn kynferðisleg leitarorð inn í vélina. 

Sálfræðingurinn Dr. Cliff Arnall staðfesti þessar ályktanir á dögunum og sagði losun fólks á taugaboðefnum vera rökstuðninginn fyrir aukinni greddu yfir sumarmánuðina.

„Sumarsólskin stuðlar að aukinni losun serótóníns og dópamíns,“ er haft eftir Dr. Cliff Arnall. „Þetta eru tvö af orkumestu og jákvæðustu boðefnum mannsheilans. Til þess að geta haft heilbrigða og eðlilega kynhvöt þurfa bæði þessi efni að vera til staðar í þokkalegu magni í bland við önnur efni sem stuðla að öðrum þáttum,“ útskýrði Arnall, fréttamiðillinn Daily Star greindi frá.  

Leitarvél Google er sú langvinsælasta sinnar tegundar á heimsvísu og margir sem muna ekki þá tíð áður en Google kom til sögunnar.

Samkvæmt vefsíðunni From Mars var tekinn saman listi yfir þau kynferðislegu leitarorð sem mest var slegið inn á Google í fyrra og augljóst að taugaboðefni fólks höfðu þar áhrif á innsláttinn.

1. Hvernig á að stunda kynlíf?

2. Hvernig á að mæla getnaðarlim?

3. Hvernig er hægt að auka framleiðslu á sæðisfrumum?

4. Hversu mörgum kaloríum brennir maður í kynlífi?

5. Hvernig á að vera góður í kynlífi?

6. Hversu lengi á maður að endast í rúminu?

7. Er í lagi að stunda kynlíf á hverjum degi?

8. Hvernig er hægt að fá fleiri en eina fullnægingu í kynlífi?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál