Börnin fengu ekki greiðslumat - hvað er til ráða?

Ljósmynd/Unsplash

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá foreldrum sem eru að velta fyrir sér stöðu barnanna sinna hvað varðar íbúðakaup. 

Sæl Vala. 

Börnin okkar komu úr námi fyrir nokkrum árum og fengu ekki greiðslumat. Það varð úr að við keyptum íbúðina sem þau hafa greitt af síðan og þar með lækkað skuld sína við okkur vegna þess að við borðuðum útborgunina. Við tókum lán á okkur nafni. Nú eru þau lánshæf og við viljum gjarna setja íbúðina á þeirra nafn hvernig er best að snúa sér?

Með bestu kveðju,

rosknir foreldrar.

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl og blessuð. 

Tekjuskattslög taka á hvers konar eignaryfirfærslu á fasteign. Í fyrsta lagi þá getur „sala“ frá ykkur verið undanþegin tekjuskatti, en það fer eftir því hversu margar og stórar fasteignir þið eigið. Söluverð verður að vera á gangverði því annars geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt söluverð. Mismun söluverðs og matverðs skal telja til skattskyldra tekna (í fullum tekjuskatti) hjá þeim sem nýtur (móttakanda gjafar), í þessu tilviki hjá börnum ykkar. Hins vegar er möguleiki að yfirfæra eignina með fyrirframgreiddum arfi - en þá kemur að vísu til greiðslu erfðafjárskatts sem er 10% af fasteignamati. 

Hitt er svo annað mál hvernig þið tölduð þessi viðskipti fram, þ.e. hver greiddi til dæmis kaupverðið sem var umfram lánin sem voru tekin? Hver keypti í raun fasteignina, greiddi kaupverð og afborganir af lánum. Ef hægt er að sýna fram á að svo var þá er spurning hvort hægt sé að koma leiðréttingu til skattsins.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál