Vill ekki stunda kynlíf eftir slysið

Hjónin hafa ekki stundað kynlíf í marga mánuði.
Hjónin hafa ekki stundað kynlíf í marga mánuði. Ljósmynd/Colourbox

„Konan mín hefur ekki viljað stundað kynlíf með mér síðan ég lenti í bílslysi í september í fyrra. Ég er kannski blindur á öðru auganu og að hluta til á hinu en ég er enn með kynhvöt. Ég er 56 ára og hún er 49 ára og við höfum verið gift í 19 ár. Við kynntumst í vinnunni. Ég var lestarstjóri og hún vann á lestarpöllunum. Ég var hrifinn af því hversu sjálfsörugg og ákveðin hún var. Við höfum alltaf stundað gott kynlíf, verið náin hvort öðru þrisvar til fjórum sinnum í viku og bæði átt frumkvæðið. En síðan ég lenti í slysinu heldur hún að ég sé gerður úr gleri. Hún vill ekki leyfa mér að gera neitt, ekki einu sinni slá blettinn. Ég sakna bara að vera náinn henni,“ skrifaði maður sem vill stunda kynlíf með eiginkonu sinni og leitaði ráð hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn bendir á að það sé eins og konan hafi áhyggjur af eiginmanni sínum. 

„Biddu hana um að setjast niður með þér og segðu henni hvernig þér líður, að þú saknir nándarinnar sem þið deilduð og segðu henni hvað þú ert tilbúinn í. Það mun taka ykkur tíma að venjast breytingunum svo farið rólega í það að stunda kynlíf. Byrjið á því að kyssast og knúsast og haldið þannig áfram.“

Fólkið stundaði kynlíf oft og reglulega fyrir bílslysið.
Fólkið stundaði kynlíf oft og reglulega fyrir bílslysið. mbl.is/Colurbox
mbl.is