Er vandamál að flytja Lottó-vinninginn til Íslands?

Ljósmynd/Unsplash

Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem spyr út í Lottó-miða á Spáni. 

Sæl Vala. 

Ef maður kaupir lottómiða á Spáni og það kemur upp vinningur á hann. Er þá eitthvert vandamál að fá það greitt út þótt maður búi og eigi lögheimili á Íslandi.

Kær kveðja, 

JB

Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæll JB. 

Geri ekki ráð fyrir öðru en að þú getir fengið greiddan út vinning að því gefnu að um sé að ræða viðurkennt „Lottó“ spil þar sem mismunun gagnvart borgurum innan EES er brot á EES-samningnum. Hins vegar varðar fyrirspurnin aðstæður á Spáni en ekki á Íslandi og því vissum vandkvæðum bundið að svara þessu með áreiðanlegum hætti.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is