Vill eitt brúðkaup í viðbót

Pete Davidson er nýja ástin hennar Kim Kardashian.
Pete Davidson er nýja ástin hennar Kim Kardashian. AFP/Stefani Reynolds

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian segist enn trúa á ástina. „Vonandi gifti ég mig einu sinni enn. Allt er þegar fernt er,“ sagði Kardashian í viðtali á Met Gala-hátíðinni fyrr í vikunni.

Grínistinn Pete Davidson og Kardashian eru búin að vera saman í síðan í október á síðasta ári. Ástarævintýri þeirra byrjaði þegar Kardashian var gestgjafi og kynnir fyrir snjónvarpsþáttin Saturday Nigh Live. 

Kardashian hefur verið gift þrisvar sinnum og skilið jafn oft. Fyrsti eiginmaður hennar er tónlistarframleiðandinn Damon Thomas, parið var saman í fjögur ár frá árinu 2000 til ársins 2004. Annar eiginmaður hennar er körfuboltakappinn Kris Humphries, en hjónaband þeirra entist í heila 72 daga. Brúðkaupið og skilnaðurinn var mikið í sviðsljósinu á sínum tíma. 

Kim Kardashian og Kris Humphreis giftu sig í ágúst 2011.
Kim Kardashian og Kris Humphreis giftu sig í ágúst 2011. mbl.is/E!

Í kjölfar skilnaðar við Humphries byrjaði Kardashian að stinga saman nefjum við rapparann Kanye West. Parið var saman í átta ár og gift í sex. Þau eiga saman fjögur börn, North, Saint, Chicago og Psalm.  

Kim Kardashian og Kanye West giftu sig 24 maí 2014.
Kim Kardashian og Kanye West giftu sig 24 maí 2014. Instagram
mbl.is