Vill ekki lengur stunda kynlíf

Ljósmynd/Unsplash/Dainis Graveris

Eiginmaður konu á miðjum fertugsaldri vill ekki lengur stunda með henni kynlíf. Það er meira en mánuður síðan þau sváfu saman og hún skilur ekki af hverju. Þau hafa oft rifist um af hverju hann vill ekki stunda kynlíf, en hún skilur ekki af hverju. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian.

„Við eiginmaður minn höfum verið gift í næstum því fjögur ár. Hann er 34 ára og ég er 33 ára og við eigum engin börn. Við höfum átt í vandræðum með kynlífið okkar áður, þar sem ég vil meira kynlíf en hann. Við erum búin að hnakkrífast um þetta og þó mér líði eins og við höfum komist yfir hluta af okkar vandamálum nýlega, þá er meira en mánuður síðan við sváfum síðast saman.

Þetta hefur mikil áhrif á sjálfstraustið mitt og mér finnst það svakalega þreytandi. Hann vakir oft frameftir og ég fer oft ein að sofa þar sem hann gleymir sér. Ég er eiginlega búin að missa vonina um hjónaband okkar, sérstaklega þegar kemur að hlutum sem ég var áður stolt af því að gera. Hann leggur mikið á sig til að sinna áhugamálum sínum og vinum, þannig að mér líður eins og kynlíf sé honum ekki nógu mikilvægt. Ég vil ekki að kynlíf verði skylda en við stunduðum aldrei kynlíf nema ég stingi upp á því. Hvað á ég að gera?“

„Ég skil svo sannarlega af hverju þú ert pirruð og leið. Það er mjög mikilvægt að þú komist nákvæmlega að því af hverju hann vill ekki stunda kynlíf með þér. Þú verður að komast að því án þess að kenna honum um neitt. Þannig að ef þér líður eins og þú getir ekki skapað andrúmsloft, þar sem hann upplifir öryggi, þá ættuð þið að prófa að fara til ráðgjafa.

Það eru margar ástæður fyrir því af hverju maki hættir að sýna áhuga á kynlífi og nánd. Kannski er hann að reyna að fela eitthvað fyrir þér, kannski er hann með undirliggjandi sjúkdóm eða hann er að fela ákveðna kynferðislegar hneigðir sem hann vill ekki deila með þér. Klámfíkn kemur líka til greina, eða þunglyndi, kvíði, fælni eða áráttu- og þráhyggjuröskun. Það er ekki óeðlilegt að taka þessu ástandi persónulega, en kannski snýst þetta ekki um þig. Leitaðu svara og styddu svo við bakið á honum, sama hvert vandamálið kann að vera,“ skrifar Pamela Stephenson Connolly ráðgjafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál