Hefur aldrei fengið fullnægingu

Konan hefur aldrei fengið fullnægingu.
Konan hefur aldrei fengið fullnægingu. Ljósmynd/Unsplash

Kona á fertugsaldri hefur aldrei fengið fullnægingu og hefur prófað ýmislegt til að reyna að fá eina slíka. Hún var misnotuð kynferðislega sem barn og unglingur og hefur unnið úr áföllunum, aðeins þetta eina stendur eftir. Hún skrifaði línu til ráðgjafa The Guardian.

„Ég er 38 ára gömul kona og hef aldrei á ævinni fengið fullnægingu, hvorki ein með sjálfri mér, né með maka. Ég er búin að reyna allt, kynlífsleikföng, mismunandi aðferðið, Viagra, klám, hlutverkaleik, mismunandi maka, hugleiðslu, sálfræðimeðferð, meðferð hjá kynlífsráðgjafa og EMDR áfallaráðgjöf. Mér líður eins og ég hafi í alvöru reynt allt. Ég hef aldrei getað talað um neinn við þetta, og jafnvel núna þegar samtalið hefur opnast um ýmislegt tengt kynhegðun, þá hefur aldrei verið rætt um þetta.

Þegar ég hef rætt við ástmenn mína um þetta í gegnum tíðina, þar á meðal eiginmann minn, þá hefur þeim fundist erfitt að skilja að ég nýt mín í kynlífi, og ég þrái kynlíf, en ég hef bara aldrei fengið fullnægingu. Mörgum hefur fundist þetta mikil vonbrigði.

Ég held að viðbrögð annarra hafi látið mér líða illa. Mér hefur fundist ég ekki vera nógu góð og skammast mín, og það hjálpar ekki. Ég var misnotuð kynferðislega af öðru barni þegar ég var lítil. Síðan var ég aftur misnotuð þegar ég var unglingu og ung kona. Ég hef unnið mikið í sjálfri mér eftir það. Ég finn ekki fyrir þessum áföllum í daglegu lífi, en mér líður eins og þetta eina sé eftir, að hugur minn tengi ekki við þessa vellíðunartilfinningu á einhverjum tímapunkti, og slökkvi á sér til þess að missa ekki stjórn á aðstæðum.“

„Til hamingju með þann bata sem þú hefur náð hingað til. Þú ert búin að vera mjög hugrökk, en ekki missa sjónar á sigrinum. Ég geri ráð fyrir að þú sért ekki að taka nein lyf sem gætu haft áhrif á getu þína til að fá fullnægingu. Það er frábært að sjá hversu vel þú skilur hvaða áhrif þessi áföll í æsku þinni hafa á þig og hvaða vandamál þú glímir við á fullorðins árum. 

Þú þarft bara að vinna aðeins meiri vinnu, leiðrétta kynhvötina og finna leið fyrir þig til að aftengja sjálfa þig ekki frá vellíðunartilfinnungunni með maka. Þú getur náð því, þó þú munir þurfa hjálp frá kynlífsráðgjafa sem er reyndur á þessu sviði. Þú átt skilið að losna undan þessum áföllum,“ skrifar Pamela Stephenson Connolly.

mbl.is