Kynntust í MR og opnuðu sambandið fyrir fjórum árum

Þórhildur Magnúsdóttir og Kjartan Logi Ágústsson eru nýjustu gestir hlaðvarpsins Betri helmingurinn með Ása. 

Þórhildur heldur úti Instagram-reikningnum vinsæla Sundur & Saman þar sem hún fjallar um sambönd og samskipti í samböndum en hún heldur einnig námskeið og hjálpar fólki að bæta sambandið, saman og í sitthvoru lagi. Kjartan er læknir og er í sérnámi í röntgenlækningum.

Hjónin hafa vakið mikla athygli fyrir það að vera í opnu sambandi. Þau opnuðu sambandið fyrir fjórum árum en það var vinkona Þórhildar sem kynnti þau fyrir hugmyndinni.

Þórhildur og Kjartan kynntust á fyrsta árinu sínu í MR og byrjuðu fljótt saman. Þórhildur segir að þau hafi bæði verið svolítið utanveltu þar sem hann var að flytja frá Bandaríkjunum og þekkti fáa á sínum aldri og Þórhildur bjó í Keflavík. Þau urðu fljótt klessukærustupar og voru alltaf saman. Í dag eru þau búin að vera gift í 9 ár og eiga saman tvo stráka.

„Vinafólk okkar var að „explora“ þessar pælingar. Þórhildur var að tala við vinkonu sína og þeim fannst þetta mjög spennandi og áhugavert. Við fórum að ræða þetta. Eftir dágóðan umhugsunartíma þá vorum við sammála um að það meikaði sens að vera ekki einkvæni. Þessi hugtök hafa allskonar þýðingu. Við þurfum ekki að vera bara við tvö og gerðum það og höfum ekki séð eftir því,“ segir Kjartan aðspurð um augnablikið þegar þau ákváðu að opna sambandið sitt. 

Kjartan segir að það hafi kviknað margar spurningar áður en þau ákváðu að opna sambandið. Þau Þórhildur segjast ekki hafa ætt út í neitt og það að opna sambandið hafi verið vandlega ígrundað áður en ákvörðunin var tekin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál