Þess vegna færðu ekki fullnægingu

Margar konur fá ekki fullnægingu. Kynlífsráðgjafi segir okkur afhverju og …
Margar konur fá ekki fullnægingu. Kynlífsráðgjafi segir okkur afhverju og hvað er hægt að gera. Ljósmynd/Colourbox

Rannsóknir hafa sýnt að aðeins örfáar konur fá fullnægingu þegar þær stunda kynlíf eða um 15%. Þá hafa rannsóknir sýnt að miklum meirihluta kvenna, eða um 77%, finnst betra að fá fullnægingar þegar þær eru einar.

Kynlífsráðgjafinn Tracy Cox hefur sett fram nokkrar hugmyndir um af hverju þetta sé.

Röng tækni

Það eru tveir lykilþættir sem segja til um hvort kona fái fullnægingu eða ekki. Annars vegar að nægum tíma hafi verið varið í forleik og svo hvort snípurinn hafi verið nægilega örvaður.

„Við fyrirtaksaðstæður ætti forleikur að samanstanda af heitum faðmlögum, djúpum kossum og þéttum strokum...allt sem kemur manni í réttu stemminguna. Þegar það er komið, þá þarf að örva snípinn með tungu, fingri eða titrara. Það er allt of algengt að karlmenn haldi að forleikur snúist um að þrýsta fingrum inn og út úr píkunni. Þó að það sé indælt þá er það ekki líklegt til þess að fullnægja konum,“ segir Cox.

Að flýta sér

„Tími er annar lykilþáttur. Við höldum að þeir séu orðnir þreyttir eftir tíu mínútur af örvun og gefumst upp. Þá gerum við okkur upp fullnægingu frekar en að láta vita að enn sé langt í land. Rannsóknir hafa hins vegar gefið til kynna að karlmönnum líki vel að láta segja sér til og finnst ekkert verra að örva snípinn í langan tíma. Það er mikilvægt að vera opinská og segja hvað þarf að gera og í hve langan tíma.“

Pressan gerir allt verra

„Það, að vera stöðugt að spyrja hvort maður sé alveg að fá það, hjálpar ekki konu að fá fullnægingu. Sumir eru mjög spenntir en aðrir skilja ekki af hverju þetta tekur svona langan tíma. Allar hinar kærusturnar fengu það strax! Best er að makinn geri það fullkomlega ljóst að það sé allt í lagi þótt maður fái það ekki í hvert sinn.“

Sjálfsfróun er lykilatriði

„Fyrstu fullnægingarnar eru oftast þegar maður er einn á báti. Enginn er að horfa og maður getur kynnst líkamanum á nýjan hátt. Ef þú hefur aldrei stundað sjálfsfróun, ertu líklegast ekki meðvituð um hvað það er sem kveikir á þér. Það er aldrei of seint að byrja!“

Að tengja kynlíf við skömm

„Ef þú kemur af ströngu heimili þar sem kynlíf var aldrei rætt, þá er líklegt að þú tengir kynlíf við skömm. Reyndu að temja þér heilbrigðara viðhorf til kynlífs. Auðvitað færðu ekki fullnægingu ef þú ert stöðugt að hugsa neikvæðar hugsanir um kynlíf.“

Að kunna ekki á líkamann

„Það kemur mér alltaf jafnmikið á óvart hversu fáar konur gefa sér tíma til að skoða píkuna sína. Því meira sem þú veist um kynfærin, því meiri líkur eru á því að þér takist að fá fullnægingu.“

Að líða illa með líkamsmyndina

„Rannsóknir hafa sýnt að það að finnast maður kynþokkafullur hefur áhrif á gæði kynlífs. Það er bara rökrétt að ef manni finnst maður vera ljótur, þá er maður ekki að fara að lifa sínu besta lífi í rúminu. En svo skemmtilega vill til að besta leiðin til þess að vinna úr lágu sjálfsmati er að stunda meira kynlíf!“

Að staldra ekki við í núinu

„Konur hafa að mörgu að huga í sínu daglega lífi og það getur verið erfitt að leggja allt til hliðar til þess að stunda kynlíf. Núvitund kennir manni að vera í betri tengslum við líkamann og maður upplifir alla snertingu mun betur.“

Mistök að eiga ekki titrara

„Titringur örvar einna helst snípinn og þess vegna eiga flestar konur titrara. Taktu hann með í rúmið þegar þið eruð að leika ykkur og njótið saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál