Svaf hjá giftum körlum til að hefna sín

Margar ástæður geta legið að baki framhjáhöldum.
Margar ástæður geta legið að baki framhjáhöldum.

Gweneth Lee var buguð eftir að hún komst að því að maðurinn hennar væri að halda framhjá henni. Hún hafði verið viss um að hún ætti eftir að vera trú honum það sem eftir væri en þessi svik urðu til þess að svipta hana allri trú á karlmenn. Hún segir frá reynslu sinni á Body&Soul.

Átti margar kærustur

Hún komst að því að eiginmaðurinn átti fjölmargar kærustur og þegar þau ræddu málin kom í ljós að hann gæti ekki hætt með þeim og vildi frekar vera hreinskilinn við hana um stöðuna. Lee ákvað því að halda líka framhjá. Hún vildi það sama og hann.

„Hann var frábær eiginmaður og ég ákvað að fyrst hann gæti ekki verið einnar konu maður, af hverju ætti ég ekki að eiga fleiri kærasta?“

Endurskoðandi og fertugur lögfræðingur

„Fyrsta framhjáhaldið var með fertugum lögfræðingi sem hafði gifst æskuástinni en þau voru löngu hætt að sofa saman. Hann komst að því að hann væri að missa af miklu og vildi prófa eitthvað nýtt í fyrsta sinn á ævinni. Þá hef ég einnig haldið við endurskoðanda sem var með mjög mikla kynhvöt og fékk ekki sína fullnægju heima við. Hann var ekki mjög spennandi einstaklingur en hann var auðugur og mjög örlátur. Hann gaf mér demanta, merkjavöru og við gistum á flottustu hótelunum.“

Má ekki treysta körlum

Eiginmaður Lee lést svo úr krabbameini. Hún hefur þó haldið áfram að eiga í ástarsamböndum við kvænta menn.

„Robert breytti sýn minni á karlmenn. Þeim má ekki treysta. Og hver vill svo sem njóta kynlífs með sömu manneskjunni það sem eftir er ævinnar? Það er ekki eðlilegt. Við erum forrituð til þess að vera stöðugt í makaleit og finna þann sem á best við mann.“

Skammast sín ekkert

„Ég skammast mín ekki neitt. Allir þeir sem ég hef verið með hefðu haldið framhjá með einhverri annarri ef þeir hefðu ekki kynnst mér. Ég mun aldrei aftur fara í einkvænislífið. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál