Íhugar framhjáhald

Það er vandamál í rúminu.
Það er vandamál í rúminu. Ljósmynd/Colourbox

„Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í fjögur ár. Ég man ekki hvernig það er að stunda kynlíf lengur. Hún hefur ekki áhuga á kynlífi og talar ekki um það. Við höfum verið gift í 20 ár. Ég er 48 ára og hún 46 ára. Ég er orðinn þreyttur á því að liggja í rúminu pirraður og óaðlaðandi meðan hún les. Ef ég snerti hana, hristir hún höfuðið og snýr sér við. Kvenkyns nágranni hefur gert mér það ljóst að hún hefur áhuga á mér, mér finnst erfitt að neita því. Ég elska konuna mína en ég er enginn engill, ég er búinn að fá nóg,“ skrifaði pirraður eiginmaður og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafinn bendir manninum á að tala við konuna sína en ráðleggur honum ekki beint að halda framhjá eiginkonu sinni. 

„Það er óraunsætt af konunni þinni að búast við því að þú sért hamingjusamur í kynlífslausu hjónabandi. Þú þarft að tala við hana og segja henni að þú getir varla meira. Ef hún áttar sig á að hún gæti misst þig gæti hún talað um vandamálið.“ 

Parið hefur ekki stundað kynlíf lengi.
Parið hefur ekki stundað kynlíf lengi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál