Júníspá Siggu Kling: Ástir, peningar og pirringur

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.

Sigga Kling segir að það sé örlítið bjartara framundan hjá fólki eftir örlítið súrt tímabil. Vogin þarf að hætta að vera svona pirruð og Fiskurinn þarf að fara betur með peninga svo dæmi séu tekin. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

það er allt að snúast í rétta átt fyrir þig. Júpíter hættir í því ömurlega ferli að snúast afturábak í júní. Þetta hefur sérstaklega mikil áhrif á þrjú stjörnumerki, þar á meðal þitt. Flækjur leysast og gleðin hækkar. Það sem er best fyrir þig að gera í þessari stöðu er að gefa frá þér tíma og hjálpa öðrum eins mikið og þú getur. Að hringja í þá sem eru einmana og þú hefur jafnvel gleymt að hafa samband við. Þá hefur þetta meira en tvöföld áhrif á það tímabil sem þú ert að skoppa inn í.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

þú hefur verið í stöðugum rússíbana tilfinninga. Þú veist stundum ekki hvort þú sért að koma eða fara, eða hvað þú átt að einblína mest. Þú ert í því merki sem mátt búast við að lífið verði dans á rósum. Þessi breyting byrjar að sýna sig þann þriðja júní þegar Júpíter fer í svo góða afstöðu gagnvart þér og gefur þér þau spil á höndina sem þig vantar til að sigra leikinn. Lífið er nefnilega bara leikrit og þú ert með aðalhlutverkið í þínu lífi, því aukahlutverk eru ekki eða munu vera fyrir þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

þú ert á tímabili þar sem þú ert að plana sumarið. Sumt muntu hætta við og annað kemur þá í staðinn. Það verður mikið að gerast í kringum þig, svo gríptu bara það flæði. Ekki vorkenna þér eina krónu, því þá verðurðu döpur. Þú getur glaðst yfir mörgu, því þú færð miklar og stórar gjafir á þessu tímabili. Þú verður að muna að meta þig ekki lágt því þá getur heimurinn ekki hækkað þitt verðgildi. Þetta er allt spurning um að þú vitir hversu klár og afgerandi skemmtileg persóna þú ert.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt, 

núna er það bara kærleikurinn sem getur sigrað og þú skalt hafa það að leiðarljósi út þennan mánuð. Auðmýkt fyrir öðrum og annarra manna lífi mun líka gefa þér 10 stjörnur. Svo ekki setja höfuðið niður og kvarta og kveina vegna þess að þér finnst stundum ekkert vera þér að kenna, bara öðru fólki. Sporðdreki, naut og ljón eru keimlík merki að því leitinu til að þegar Júpíter hættir að fara afturábak sem gerist þann þriðja júní þá breytist margt. Þá munu koma til þín ófyrirséðir vinningar; peningalega, andlega og líkamlega.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

það er alveg sama hvaða stöðu eða stétt þú hefur í lífinu, hvort þú eigir ekkert eða allt, þá færðu samt erfiðu verkefni lífsins. Tækifærin sem þú ert að grípa eru dulbúin sem erfiðisvinna og þar af leiðandi getur það verið torvelt fyrir þig að sjá í augnablikinu hvernig útkoman verður. Þetta eru líka skilaboð til þín um velgengnina, hún kemur ekki kallandi, heldur kallar þú á hana og ferð til hennar. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

það er alveg sama hvaða stöðu eða stétt þú hefur í lífinu, hvort þú eigir ekkert eða allt, þá færðu samt erfiðu verkefni lífsins. Tækifærin sem þú ert að grípa eru dulbúin sem erfiðisvinna og þar af leiðandi getur það verið torvelt fyrir þig að sjá í augnablikinu hvernig útkoman verður. Þetta eru líka skilaboð til þín um velgengnina, hún kemur ekki kallandi, heldur kallar þú á hana og ferð til hennar. 

Ég þekki einn sterkan ungan einstakling sem varð eiginlega frægur á augnabragði og honum líður oft illa yfir því að honum gengur vel en hinum ekki.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

það hefur sko verið allskonar tvist í lífi þínu undanfarið. 30. maí kviknaði nýtt ferli og hjarta þitt byrjaði að ná jafnvægi. Þú ert að fara inn í ævintýraheim. Þú ert líka einn af þeim blessuðu í stjörnumerkjunum sem tengist því þegar Júpíter fer að snúast í öfuga átt. Það gerist 3. júní og þá er eins og öll þreytan og slenið gufi upp. Þú þýtur í átt að lífsgleðinni. Þrátt fyrir margt sem amar að í kringum þig, þá verður þetta besta og kraftmesta sumar sem þú hefur átt síðustu árin. Í þessu ævintýraferðalagi gerast hlutir sem þig getur ekki einu sinni dreymt um eða látið þig dreyma um.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

það hefur margt verið að gerast sem hefur alls ekki verið auðvelt. En það er allt til þess að  þú herðist upp. Og til þess að þú getir tekið á móti hverju því sem lífið býður þér. Hugur þinn hefur verið að plana ýmislegt og þó þú ætlir ekki að breyta miklu fyrr en haustið kemur. Þá skaltu byrja núna á því að gera eitthvað, þá verður eftirleikurinn auðveldur. Ástin er svo mikilvæg hjá þér, þú hreinlega dýrkar og dáir ástina. Þú ert rómantískur fram í fingurgóma og ef það er ósk í hjarta þínu að hafa einhvern sérstakan að kúra hjá. Þá geturðu heillað þann sem þú vilt, því það stenst þig enginn. Þú ert svo djúpvitur sál, svo eftir því sem að aldurinn færist yfir verður hamingjan stærri.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

hættu að vera svona fokking pirruð og láttu það alveg vera að kvarta yfir smáatriðum sem skipta engu máli. Því það dregur þig bara niður og kemur þér í vitleysu. Það hefur verið allt of mikill hraði undanfarið og útkoman ekki alveg eins og þú vildir. En þú ert uppfinningamaður og ef þú leyfir þér það að vera heillisbúi, finna þögnina inni í þér og að hugsa helst ekki neitt, finnurðu friðinn. Þá fyrst koma hugmyndirnar til þín og það sem þú ætlar að finna upp. Eins og skot skaltu finna leið til þess að gefa þessum hugmyndum líf, því að annars hverfur mátturinn til að framkvæma.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Steingeitn mín, 

það hafa skipst á skin og skúrir í lífi þínu undanfarið, en það sem þú hefur fram yfir aðra er að það sér enginn á þér hvernig þér líður. Meðvirkni hefur líka gripið í þig, sem bara fer þér alls ekki. Í þér býr bæði hershöfðingi og leiðtogi og þess vegna þarft þú að finna út úr því hvernig þú ætlar að skipuleggja þig og hvaða orð þú ætlar að nota til að koma þér á flug.

Þú þarft að vanda þig og ef þú ert í viðræðum sem skipta þig miklu máli skaltu nota stikkorð og passa upp á það að engin orð eða ekkert getir verið notað gegn þér. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Hrúturinn minn,

það er afskaplega mikilvægt að þú skoðir sanngirni á þessum dásamlega tíma sem þú ert að fara inn. Ef þú iðkar hana ekki þá lendirðu í holskeflu af veseni. Leitaðu þér ráða, jafnvel hjá fleirum en einum. Þá breytist lífsformið þitt.

Allur sannleikur sem þú þarft að þekkja eða vita um flýtur á yfirborðinu. Ekki dæma þó að aðrir hafi að einhverju leyti verið svikulir. Skoðaðu frekar að setja þig í þeirra spor ef þú getur, að ganga meðalveginn er langbest í stöðunni. Farðu heldur ekki of geyst í lífsins lystisemdum eins og að nota hugbreytandi efni, sem er alltaf skammgóður vermir og ávísun á verri líðan.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að losa þig undan amstri og angri. Þú ert að leysa hnúta og ganga frá svo mörgu til þess að þér líði sem best og það er lykillinn. Þó þú hafir afkomuáhyggjur, þá skaltu líta yfir farinn veg og sjá að þú lendir alltaf á löppunum. Þú munt alltaf gera það. Setningin sem þetta merki ætti næstum að eiga skuldlaust er: „Þetta reddast“.

Það gengur svo miklu betur innan fjölskyldu og vina og þú finnur vissan létti. Þann 14. júní er fullt tungl í Bogmanninum, eða þínu merki. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

það má stundum líkja þér við kokteilhristara, eða þá sérstaklega við innihaldið sem er í honum. Þú ferð oft í of mikinn hristing og allar tilfinningatíðnir berast til þín á hverjum degi. Það hefur verið töluverður drami í heimsókn hjá þér og þó þú skiljir það ekki sjálfur, finnst þér stundum gaman að dramatík, en alltaf á endanum er sú orka bara (drama) tík.

Allavega verður lífið þitt í allskonar litum og á næstunni er eins og þú sért staddur í stórri veislu þar sem er langt hlaðborð fyllt af allskyns góðgæti, en líka af súrmat. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spána í heild sinni. 

mbl.is