Fékk bónorð allsnakin

Hjónin Regína Ósk Óskarsdóttir, söngkona og skólastjóri í Söngskóla Maríu, og söngvarinn og smiðurinn Sigursveinn Þór Árnason eru gestir Betri helmingsins hjá Ása. Í þættinum tala þau um lífið og tilveruna og ástina. Þau kynntust í Sjallanum á balli með Egó en svo kom að því að hann vildi biðja hennar. 

Regína segir að þetta sé mjög vandræðaleg saga og að þau hafi aldrei sagt hana opinberlega áður. Sigursveinn segir að þau hafi verið stödd á Akureyri þar sem Regína var að vinna yfir sumarið. Hann hafði hugsað lengi að hann langaði að biðja hennar því þau voru mjög ástfangin. Hann fer því niður í bæ og inn í skartgripaverslun þar sem hann fann akkúrat rétta hringinn. Hann var staðráðinn í að biðja hennar um kvöldið. Þegar hann settist inn í bílinn og kveikti á honum var verið að spila lagið Don´t stop me now með Queen og hann leit á þetta sem merki um að hann ætti að láta til skara skríða. Hann býður henni út að borða og Regína segir að hann hafi verið mjög skrýtinn allt kvöldið. 

„Ég var að vandræðast með þetta. Á ég að gera þetta í forréttinum, aðalréttinum, eftirréttinum. Það gerist ekkert á meðan við förum út að borða. Svo fáum við okkur göngutúr og erum þar sem World Class núna. Sólin var að skína og það var fáránlega fallegt veður,“ segir hann og játar að hann hafi verið svo stressaður að hann hafi helst langað til að fara á bak við stein og æla. 

„Svo guggna ég á þessu og við löbbum upp í íbúð og förum inn í herbergi og leikar hitna. Við erum komin úr öllum fötunum og það er einhver músík í gangi,“ segir hann og játar að hann hafi látið hana loka augunum og hafi sótt hringinn og beðið hennar.

„Ég fékk bónorð „butt naked“, segir Regína og skellihlær.  

Í þættinum tala þau um heilsuna en Regína fór í lífsstílsbreytingu þegar hún missti pabba sinn. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál