Gift í 12 ár og finnst hún ekki fá nóg

Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefinn betrakynlif.is.
Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefinn betrakynlif.is. mbl.is/Árni Sæberg

Sigga Dögg kynfræðingur á betrakynlif.is svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem hefur verið gift í 12 ár en hún er þó hugsi yfir einu og það er að maðurinn vill ekki veita henni munnmök. 

Sæl Sigga

Ég og maðurinn minn höfum verið gift í um 12 ár og eigum 2 börn. Kynlífið er gott og reglulegt en það er eitt sem truflar mig ótrúlega mikið. Hann vill ekki gefa mér munnmök. Mér finnst gott að gefa munnmök og hann elskar að þiggja þau þannig það er stór hluti af okkar kynlífi. Hann aftur á móti langar ekki að gefa mér það sama. Á þessum árum sem við höfum verið saman hefur hann örsjaldan gefið mér munnmök, kannski 8 sinnum og segir að sér finnist það ekki gott. Aftur á móti finnst mér það geðveikt og langar að eiga mann sem langar að veita mér þetta. Hefur þú ráð fyrir mig?

Bkv, 

KL

Heil og sæl KL. 

Nú verður þú kannski ekki ánægð með mig en það verður að hafa það.

Það er nú einu sinni þannig með munnmök, og reyndar allt annað í lífinu, að við getum ekki ætlast til að allt sem við gerum sé „quid pro qou“. Nema ef um beinan skiptidíl sé að ræða. En þá er þetta svolítið svona: ég veiti þér munnmök því ég vil að þú veitir mér munnmök. Það myndi ég ekki áætla að væri vænlegt til vinnings og getur sett streitu og kergju inn í kynlífið ykkar. Nema ef þetta er ykkar samkomulag, 5 mínútur á þig og 5 mínútur á mig. Eða eitthvað þannig.

En staðan er svona, þú elskar munnmök, að veita og þiggja og er það gott og blessað. Hann elskar að þiggja munnmök en ekki að veita þér munnmök, gott og vel. Þetta er staðan. Þú þarft að sætta þig við málið.

Þú getur vissulega tekið umræðuna, hvað þér þyki notalegt við munnmök og af hverju þau skipta þig máli og svo spurt hann hvað honum þyki ekki notalegt við munnmök og þá jafnvel hvort það sé eitthvað sem þú eða þið getið gert til að gera það notalegra.

En niðurstaðan verður samt alltaf að vera sú að þú virðir hans stans. Ef hann fýlar ekki að veita munnmök þá er það bara þannig. Hann má alveg ekki fýla það.

Það þarf ekki að þýða neitt um þig, eða hann, eða ykkar samband, svona er hann bara. Það þarf ekki að fara í refsiaðgerðir og neita honum um kynlíf eða munnmök, það bætir ekki ástandið og leiðir bara til leiðinda.

Og mundu, þú segir að kynlífið ykkar sé gott, svo förum ekki að skemma það sem nú þegar virkar.

Nú er spurning hvort þið getið notað græjur, eins og snípsugu, sem hluta af kynlífinu ykkar.

Vissulega eru það ekki munnmök en það gæti verið eitthvað sem virkar og það fantavel, um að gera að leyfa sér að prófa.

En svo er þetta hluti af stærra samtali, hversu mikilvægur hluti eru munnmök af ánægju þinni í kynlífi? Ef að væri aðalmálið þá gæti verið erfitt fyrir ykkur að ná saman þarna og myndi ég þá mæla með að kíkja í ráðgjöf.

Reyndar er það alltaf ágætis hugmynd að sækja sér fræðslu, líkt og á vef Betra kynlífs, og/eða kíkja í ráðgjöf, til að greiða úr allskyns flækjum, kynferðislegum sem öðrum.

Kynlífskveðja,

Sigga Dögg kynfræðingur

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Siggu Dögg spurningu HÉR. Ef þú vilt fræðast meira getur þú kíkt á betrakynlif.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál