Kærastan á kúpunni hvað er til ráða?

Er framtíðin björt hjá pari þar sem kærastan er í …
Er framtíðin björt hjá pari þar sem kærastan er í ruglinu hvað varðar peninga? Unsplash.com/Austin Distel

Áhyggjufullur maður hafði samband við fjárhagsráðgjafa varðandi fjármál kærustu sinnar. Honum er brugðið vegna þess hversu illa stödd hún er í peningamálum.

Kærastan mín flutti inn til mín stuttu eftir að við byrjuðum saman fyrir hálfu ári síðan. Hún vinnur í flugbransanum og er fjarverandi nokkrum sinnum í viku. Fyrir þremur mánuðum keypti ég hús (á mínum kennaralaunum!) og bauð henni að flytja inn til mín. Ég gerði ráð fyrir að hún myndi borga leigu og hjálpa þannig til við að borga af húsinu. En hún er algjörlega á kúpunni. Bara algjörlega! Hún á ekki krónu eftir í lok mánaðarins. Og ofan á þetta allt þá er hún ekki langskólagengin þannig að möguleikar hennar á að fá betri vinnu í framtíðinni eru litlir. 

Nú stefnir í það að allt hækki í verði á næstunni. Ef ég held áfram að vera með henni er ég þá að velja líf fjárhagslegs óöryggis? Er ég að stressa mig of mikið á þessu? Hvernig get ég nálgast þetta umræðuefni við hana?

 

Svar ráðgjafans:

Ég geri ráð fyrir að þú hafir vitað af hennar fjárhagsstöðu áður en þú bauðst henni að búa með þér. Það sem hún er að leggja fram núna er ákveðið viðmið um það sem koma skal. Það eru til fjölmörg störf sem eru vel launuð og krefjast ekki háskólagráðu en það hljómar ekki eins og hún sé að spá í að breyta um vinnu. 

Þú verður að útskýra fyrir henni að þú verðir að leita annarra leiða, t.d. að fá meðleigjanda, ef hún getur ekki lagt meira til húsnæðisafborgananna. Annars ferð þú líka á hausinn. Hún ætti ekki að vilja að setja þig í þá stöðu að þú þurfir að bera alla fjárhagslega ábyrgð um ókominn tíma. En þú verður líka að skilja að hún vill kannski ekki skipta um vinnu. 

Ef þið viljið eiga framtíð saman, þá verðið þið að vera sammála um hvað sé sanngjarnt. Gott er að byrja á því að gefa henni hugmynd um hvernig afborganir og gjöld hækka þegar vextir hækka.

Þá getur þú boðist til þess að hjálpa henni að útbúa áætlun um hvernig hún nýtir peningana sína betur. Ef hún er spennt fyrir framtíð með þér þá ætti hún að vera til í þetta allt saman. Ef hún vill það ekki þá er kannski eitthvað að í sambandinu sem er alvarlegra en bara peningaáhyggjurnar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál