„Ég hefði ekki potað í þig með priki á þessum tíma“

Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eru gestir Betri helmingsins með Ása í þessari viku. Þau iða af lífi og fjöri og eru eins ólík og dagur og nótt. Þau hnutu um hvort annað þegar þau voru á leið í inntökupróf í Listaháskóla Íslands en ástin kviknaði ekki fyrr en mörgum árum seinna. 

Parið gekk undir nafninu Disney-tvíburarnir í Listaháskólanum því þau sáust ekki öðruvísi en syngjandi og dansandi. Það var þó ekkert á milli þeirra og er Þórdís afdráttarlaus þegar þetta er rætt frekar. 

„Ég hefði ekki potað í þig með priki á þessum tíma,“ segir hún og hlær. 

Þau útskrifuðust úr Listaháskólanum 2019 og þá lá leiðin norður þar sem þau léku aðalhlutverkin í sýningunni Vorið vaknar. Þar leigðu þau íbúð og voru mestu „fellarnir“ að eigin sögn ásamt Árna Beinteini vini þeirra. 

Þegar þau léku í sýningunni Vorið vaknar kysstust þau í fyrsta skipti á sviðinu og það kom því ekkert annað til greina hjá Júlí Heiðari en að biðja Þórdísar á sama stað. 

Þórdís er í Reykjavíkurdætrum og leikur með leikfélagi Akureyrar. Júlí Heiðar vinnur í eigin tónlist en hann starfar líka í markaðsdeild Arion banka. Þegar hann er spurður að því hvernig í ósköpunum annar helmingur Disney-tvíburanna endi sem starfsmaður í banka er saga að segja frá því. 

„Árið en við förum norður þá var ég búinn að vera heima með strákinn minn í ár. Það voru opnir dagar hjá RÚV þar sem þeir voru að biðja um hugmyndir. Ég var þarna eitthvað búinn að vera heima að láta mér leiðast,“ segir Júlí Heiðar en hugmyndin var að gera fjármálaþætti fyrir ungt fólk. Í kjölfarið fékk hann brennandi áhuga á fjármálum og í kjölfarið hafði Umboðsmaður skuldara samband og vildi fá hann til þess að gera hlaðvarpsþætti.

Eftir að Vorið vaknar klárast og veiran var að byrja sótti hann um starf hjá Arion banka sem var að leita að starfmanni í fræðslustarf. Hann fékk vinnuna og fyrir um hálfu ári færði hann sig yfir í markaðsdeild bankans.

„Þú ert eini maðurinn sem ég þekki sem hefur tekið smálán, segir Þórdís þegar Júlí Heiðar segir frá vinnunni í í Aron banka og bætir við. 

„Ég veit ekkert um fjármál, en það eina sem ég veit að þú tekur aldrei smálán,“ segir hún og skellihlær. 

Eins og heyra má er fjörið í forgrunni en það er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinn á  hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál