Hún fílar ekki Tinder en samt rakst hún á Sævar þar

Hjónin Sigríður Dögg Arnarsdóttir kynfræðingur og Sævar Eyjólfsson eru gestir hlaðvarpsþáttarins Betri helmingurinn með Ása. 

Hjónin gengu í hjónaband í New York á dögunum en héldu veislu fyrir vini og fjölskyldu um síðustu helgi. Sigríður Dögg, eða Sigga Dögg eins og hún er kölluð, er með vefinn Betrakynlif.is en lesendur Smartlands þekkja hana vel því hún svarar spurningum frá lesendum. 

Sigga Dögg og Sævar hnutu um hvort annað á veirutímum og segja að það hafi verið svolítið sérstakt. Hún var á bullandi lausu á þessu tímabili eftir að hafa skilið við barnsföður sinn sem hún á þrjú börn með. Sævar á hinsvegar eina dóttur úr fyrra sambandi. Þau að segja að þetta hafi verið örlagaríkt kvöld því allt hafði verið lokað vegna veirunnar. 

„Þetta var mjög örlagaríkt kvöld því sundlaugarnar voru að opna aftur. Við vinkonurnar vorum báðar single og það var alveg fatalt að lenda í því að öllum stöðunum var lokað. Þetta var þynnkusunnudagur og ég var alltaf á leiðinni í fjölskyldumatarboð,“ segir Sigga Dögg. Hún fór þó aldrei í þetta fjölskylduboð því vinkona hennar stakk upp á því að þær myndu bara fá sér að borða saman og halda áfram að vera á trúnó.

Sigga Dögg segir að það hafi ekkert verið að frétta af ástarlífi hennar á þessum tíma. Hún hafði skráð sig á Tinder en kunni ekki við það og segir að hún sé allt of hreinskilin fyrir svona stefnumótaforrit. Úr verður að þær skoða saman Tinder-reikning vinkonu Siggu Daggar sem er líka einhleyp á þessum tíma. Hún segir að þær vinkonurnar hafi haft afar ólíkan smekk á mönnum. Úr verður að þær skoða saman Tinder-aðgang vinkonu hennar og þar dúkkar Sævar upp. Vinkonan lækar við hann og úr verður mats. Þetta leist Siggu Dögg ekkert á því hún taldi að Sævar væri í sambandi. Hún hefur því samband við hann og segir eitthvað á þessa leið, hæ hæ, var að sjá þig á Tinder. 

Hann svaraði á þá leið að hún ætti nú ekki að hafa hátt um það og segist ætla að hringja í hana eftir smá stund. Siggu Dögg fannst það frekar skrýtið að maðurinn vildi hringja í hana. Úr verður að hann hringir og þau ákveða að hittast í kaffi en þau höfðu þekkst þegar þau voru yngri. 

„Ég á mjög auðvelt með að fara á mikið trúnó og mikla dýpt og við fórum beint í kjarnann og svo voru bara tveir tímar liðnir. Svo stóð ég fyrir framan hann og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að kyssa mig,“ segir Sigga Dögg um fyrsta deitið. Úr varð að hann hringdi í hana um kvöldið og þá tóku þau mjög langt og skemmtilegt símtal.

„Við áttum fullt af svona dagdeitum,“ segir hún en þau eru viku og viku með börnin og því var oft snúið að finna tíma til að hittast. Þau bjuggu sér til tíma og í dag eru þau hjón. Í hlaðvarpþættinum tala þau um allt milli himins og jarðar. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál