Ríkt fólk úr takti við raunveruleikann

Peningar flæða ekki óhindrað alls staðar.
Peningar flæða ekki óhindrað alls staðar. mbl.is/Golli

Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir misjöfn peningaráð sem ríkt fólk hefur gefur öðrum. Þau sýna berlega að stundum hefur ríkt fólk lítinn sem engan skilning á raunveruleika þeirra sem minna hafa á milli handanna. 

Misheppnuðustu ráðin

  • „Í samtali um fátækt sagði vinur minn eitt sinn einlæglega „Fólk verður bara að kyngja stoltinu og biðja foreldra sína um peninga.“
  • „Þetta er bara skorthugsun. Fólk verður bara að breyta því hvernig það hugsar um peninga.“
  • „Þú verður bara að vinna meira og fjárfesta hverri krónu sem þú átt afgangs.“ En sumir eiga ekkert afgangs.
  • „Þegar ég bað yfirmann minn um launahækkun, þá sagði hann ástæðu fátæktar væri að flestir hefðu loftkælinguna of hátt stillta í of langan tíma. Svo vildi hann fá að sjá bankayfirlit mín til að ganga úr skugga um að ég væri að fara skynsamlega með peningana.“
  • „„Peningar geta ekki keypt hamingju, sonur sæll“. Margir væru samt sáttir við að geta keypt í matinn.“
  • „Lærðu bara að forrita.“
  • „Í stað þess að eyða öllu í leigu, búðu þá hjá foreldrum þínum.“
  • „Enginn nennir að vinna þessa dagana.“
  • „Hættu bara að fara á Starbucks og hættu að kaupa þér avókadó. Þá reddast þetta.“
  • „Fáðu þér bara betri vinnu.“
  • „Einu sinni var mér ráðlagt að hætta að reykja, selja forrit eða fá lánað frá foreldrum, ekkert af þessu átti við um mínar aðstæður.“
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál