Sex lífseigar mýtur um kynlíf

Margir hafa misjafnar hugmyndir um kynlíf.
Margir hafa misjafnar hugmyndir um kynlíf. Pexels/WR

Það eru margar hugmyndir ríkjandi um kynlíf og sitt sýnist hverjum. Margar eru þó ekki á rökum reistar og hér verða fimm mýtur hraktar.

1. Sjálfsfróun fær mann til að endast lengur í rúminu

Það hefur löngum verið sagt að það að fá fullnægingu áður en maður fer í rúmið með einhverjum láti mann endast lengur. Þetta virkar kannski fyrir suma en það er ekki hægt að alhæfa um þetta. Sumir halda því fram að þetta virki bara alls ekki, maður detti úr stuði eða hlutirnir fari bara ekki á þann veg sem maður ætlaði.

2. Lítil typpi geta ekki glatt aðra

Mörgum körlum finnst þeir vera með lítið typpi en rannsóknir hafa sýnt að um 55% karla eru óánægð með reðurstærð sína. Hins vegar segjast 85% kvenna afar ánægð með reðurstærð maka sinna. Karlar ættu því frekar að beina athyglinni að því hvað þeir gera í rúminu í stað þess að hafa áhyggjur af einhverjum sentímetrum.

3. Konur horfa ekki á klám

Úttekt klámveitunnar Pornhub sýnir að um 16% heimsóknanna eru konur.

4. Fullnæging er aðalmarkmið kynlífs

Nei, það er ekki rétt. Markmiðið er alltaf bara að njóta. Stundum kemur fullnæging en stundum ekki. Ef allir eru ánægðir þá er sigurinn unninn.

5. Sumar konur geta ekki fengið fullnægingu

Allar konur geta fengið fullnægingu en um 75% kvenna fá ekki fullnægingu bara með samförum. Hver kona hefur sínar þarfir og þarf að kynnast eigin líkama vel.

6. Kynlíf hættir á efri árum

Kynlífið þarf ekki að vera búið þótt maður sé að nálgast seinni partinn. Rannsóknir sýna að 80% kvenna á aldrinum 50-90 ára stunda kynlíf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál