Er hægt að krefjast umönnunarbóta eftir andlát makans?

Kenny Orr/Unsplash

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvernig eigur látinna hjóna skiptast eftir þeirra dag. 

Sæl. 

Ef fólk hefur búið saman í óstaðfestri sambúð í tuttugu ár og annar aðilinn fellur frá eftir talsverð veikindi sem hafa haft í för með sér mikla umönnun hjá sambýlingi, getur sambýlingurinn þá krafist umönnunarbóta eða einhvers annars eftir andlát makans?

Kveðja, 

KP

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Góðan dag.

Það eru engar heimildir í lögum til að krefja dánarbú sambýlismaka síns um svona bætur. Mögulega hefur maki þinn átt lífeyrissjóð eða verið líftryggður og e.t.v. ert þú rétthafi að slíku, en það fer eftir skilmálum viðkomandi tryggingarfélags eða lífeyrissjóðs og rétt að athuga það sérstaklega.

Kær kveðja, 

Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál